Þessi graflaxsósa er alveg einstaklega góð, bragðmikil og silkimjúk.
Það er upplagt að bera hana fram með heimagerðum graflax líka þegar á að gera extra vel við sig, þú finnur uppskriftina af honum hér.
Graflaxsósa
- 1 dl majónes
- 2 msk Dijon Originale sinnep frá Maille
- 1 msk hunangssinnep frá Maille
- 1 msk hunang
- 1 msk ferskt dill
- 1 msk púðursykur
- 1 tsk hvítvínsedik
- 1 msk þeyttur rjómi
Aðferð:
- Blandið öllu nema þeytta rjómanum saman. Það er gott að gera þetta daginn áður svo öll brögðin nái að taka sig vel í sósunni.
- Bætið þeytta rjómanum út í og blandið saman.
- Berið fram með graflax.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: