Grillaðar grísakótilettur í gráðosta og beikon marineringu með beikon fylltum bökunarkartöflum.
Frábær og sumarleg grillveisla sem öll fjölskyldan á eftir að elska. Beikon og gráðostamarineringin er alveg svakalega góð, alls ekki of ráðandi, heldur ýtir hún einhvernnveginn meira undir góða grillbragðið og gefur kjötinu meira kikk.
Ég bar svínakótiletturnar fram með beikon fylltum grillkartöflum, fersku salati með vínberjum og aioli hvítlaukssósu, kom ótrúlega vel út og fóru allir saddirr og sælir úr þessari grillveislu.
Grillaðar grísakótilettur í gráðosta og beikon marineringu með beikon fylltum bökunarkartöflum
- Grísakótilettur með beikon og gráðostamarinerringu frá SS
- Beikonfylltar bökunarkartöflur (sjá hér fyrir neðan)
- Hvítlaukssósa
- Ferskt salat
Beikonfylltar bökunarkartöflur
- 4 stórar bökunarkartöflur
- 100 g smjör
- 8 sneiðar beikon
- 80 g cheddar ostur
- Salt
Aðferð:
- Byrjið á því að klæða kartöflurnar í álpappír og bakið þær inn í ofni við 200°C, undir og yfir hita í 1 1/2 klst eða þar til þær eru mjúkar í gegn.
- Kveikið á grillinu og grillið beikonið þar til það er tilbúið.
- Klæðið kartöflurnar hálfar úr álappírnum, skerið toppinn af og opnið kartöflurnar, takið allt innan úr karrtöflunni án þess að skemma hýðið og setjið innihaldið í skál ásamt smjörir, smátt söxuðum eða rifnum cheddar osti, saxið beikonið smátt niður og bætið ofan í skálina, bætið örlitlu salti ofan í líka. Hrærið öllu saman þar til orðið að góðri kartöflumús. Setjið kartöflumúsina aftur ofan í kartöfluhýðin og toppið með örlítið af cheddar osti og beikoni. Bakið inn í ofni í 15 mín eða þar til osturinn hefur bráðað.
- Á meðan kartöfurnar eru inn í ofni grilliði svínakótiletturnar.
- Berið fram með fersku salati og hvítlaukssósu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: