Hér höfum við alveg einstaklega góða hafraklatta sem eru merkilega hollir. Þeir innihalda m.a. haframjöl, gróft spelt, hunang, kanil og dökkt súkkulaði.
Það er mjög gott að baka þessa hafraklatta og frysta. Taka svo einn og einn hafraklatta út til að taka með í nesti eða bara til að njóta þegar löngunin kemur yfir mann.
Heilsusamlegir hafraklattar með dökku súkkulaði
- 50 ml hunang
- 90 g smjör brætt
- 1 egg
- 100 g fínt haframjöl
- 100 g gróft spelt
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk kanill
- klípa af salti
- 30 g rúsínur (má sleppa)
- 60 g Síríus suðusúkkulaði 70% dökkt
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Blandið saman hunangi, bræddu smjöri og eggi, hrærið saman.
- Setjið í aðra skál haframjöl, hveiti, lyftiduft, kanil og salt. Blandið því svo saman við eggjablönduna. Hrærið þar til samlagað.
- Skerið súkkulaðið niður og bætið því útí deigið ásamt rúsínunum.
- Myndið kúlur úr deiginu og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu, pressið létt ofan á hverja kúlu til fletja þær örlítið út. Bakið í u.þ.b. 8-10 mín eða þar til endarnir eru orðnir svolítið þéttir (passið að ofbaka þær ekki).
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: