Linda Ben

Heimagerð pítusósa

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Heimagerð pítusósa er svo góð. Með því að gera sósuna heima sleppur maður við allskonar slæm aukaefni og rotvarnarefni.

Það kemur merkilega óvart hversu auðvelt er að gera pítusósu heima, þetta er bara grískt jógúrt, mæjónes og krydd hrært saman. Best finnst mér að gera sósuna með smá fyrirvara til að kryddin séu öll búin að ná að “fara inn í” sósuna en ég hef alveg gleymt því og það er alveg í góðu lagi líka. Gríska jógúrtið gerir sósuna svolítið léttari og betri.

heimagerð pítusósa

heimagerð pítusósa

heimagerð pítusósa

Heimagerð pítusósa

  • 2 dl grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • 2 dl mæjones
  • U.þ.b. 2 tsk Herbs de Provence
  • 1/4 tsk hvítlaukskrydd
  • 1/4 tsk oreganó
  • U.þ.b. 1/2 tsk salt

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í skál, best er að leyfa sósunni aðeins að taka sig áður en hún er borðuð a.m.k. 15 mín.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5