Heimalagaður hinberjatromps rjómaís.
Dásamlega góður hindberjatromps rjómaís sem enginn ísaðdáandi má láta framhjá sér fara.
Ísinn er rosalega einfaldur og fljótlegur en það þarf ekki að nota ísvél. Ísinn er laus við allar ísnálar en áferðin á ísnum er silkimjúk og góð eins og alvöru rjómaísar eiga að vera.
Heimalagaður hinberjatromps rjómaís
- 6 eggjarauður
- 170 g púðursykur
- 500 ml rjómi
- 300 g síríus rjúmasúkkulaði með hindberjatrompbitum
Aðferð:
- Þeytið rjómann.
- Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annari skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.
- Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðu blönduna með sleikju.
- Skerið hinberjatromps súkkulaðið niður og blandið því saman við.
- Hellið ísnum í form, lokið því t.d. Með plastfilmu og frystið yfir nótt (eða lengur)
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: