Linda Ben

Heitir og stökkir kjúklingavængir með gráðostasósu

Þessi uppskrift gefur ykkur stökka húð á kjúklingavængina eins og þeir væru djúpsteiktir. Lyftiduftið í uppskriftinni er einmitt það sem gefur vængjnum þessa stökku áferð og svo alls ekki gleyma því að setja það í kryddblönduna.

Frank’s RedHot Sauce er löngu orðin klassís og er algjört nauðsyn til að gera góða og sterka vængi. Það er smekksatriði hversu mikla sósu þarf að setja á vængina svo smakkið ykkur endilega til.

Ég mæli með að þið njótið kjúklingavængjanna með gráðostasósunni hér fyrir neðan, frönskum og ef til vill uppáhalds bjórnum ykkar.

einfaldir og fljótlegir hot wings

einfaldir og fljótlegir hot wings

einfaldir og fljótlegir hot wings

einfaldir og fljótlegir hot wings

Heitir og stökkir kjúklingavængir með gráðostasósu, uppskrift:

  • 1 bakki kjúklingavængir
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 1 tsk heitt reykt paprikukrydd
  • 1 msk lyftiduft
  • Frank’s RedHot sósa

Aðferð:

  1. Stilli ofninn á 220ºC.
  2. Byrjið á því að skera kjúklingavængina í sundur en það er gert með því að leggja vænginn saman og beina liðamótunum upp, skera á þau, leggja vænginn aftur niður og skera alveg í gegn.
  3. Blandið öllum kryddunum og lyftiduftinu saman, setjið kjúklingavængina og kryddið í stóra skál og veltið vængjunum vel upp úr kryddinu.
  4. Setjið smjörpappír á ofnplötu, leggið grind á ofnplötuna (ég nota grind sem er vanalea notuð til að kæla kökur en það er líka hægt að nota ofngrind) og raðið kjúklingavængjunum á grindina.
  5. Bakið vængina inn í ofni í um það bil klukkutíma og snúið vængjunum á 15-20 mín fresti.
  6. Takið vængina út úr ofninum og setjið þá í skál, hellið Frank’s Hot Wing’s sósu yfir og berið fram með gráðostasósunni.

Gráðostasósa

  • 125 ml majónes
  • 90 ml sýrður rjómi
  • 60 g gráðostur
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hræðið majónesið og sýrða rjóman saman í skál.
  2. Brjótið gráðostinn smátt út í og hrærið saman við
  3. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

einfaldir og fljótlegir hot wings

einfaldir og fljótlegir hot wings

Njótið vel!

Ykkar, Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5