Hnetursmjörs brownie bitar.
Þetta eru einföldustu og bestu brownie bitar sem þú átt eftir að smakka. Þeir eru búnir til úr kökumixinu mínu góða en það er í sett í bollakökuform með ljúffenga whole earth hnetusmjörinu sem fæst núna í svo sniðugri sprauturtúpu. Fullkomið til að sprauta yfir sem topping yfir allskyns rétti svo sem eftirrétti, ofur skyrskálar, salatið og svo miklu fleira.
Hnetursmjörs brownie bitar
- Ljúffeng súkkulaðikaka þurrefnablanda frá Lindu Ben
- 3 egg
- 150 g smjör
- 1 dl vatn
- Whole earth drizzler hnetusmjör
- Sjávarsalt
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
- Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
- Setjið pappírsbollakökuform í bolllakökuálbakka. Setjið botnfylli af deigi í formin, setjið u.þ.b. 1 tsk af hnetusmjöri í hvert form og setjið aftur deig yfir þannig að formin eru hálffull. Bakið í u.þ.b. 11-12 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar á endunum en ennþá blautar í miðjunni.
- Klæðið kökurnar úr formunum þegar þær hafa kólnað svolítið, setjið á disk, sprautið hnetusmjöri yfir og dreifið örlitlu salti yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: