Linda Ben

Hörpuskelja Risotto

Hörpuskelja Risotto

Hátíðlegt, mjúkt og algjör lúxus. Þetta risotto er einn af þeim réttum sem fær alla til að halda að þú sért með einkakokk.

Silkimjúkt parmesan risotto borið fram með fullkomlega steiktum hörpuskeljum sem lyftir öllum bragðunum upp á næsta level. Þetta er rétturinn sem allir biðja um uppskriftina af.

Hörpuskelja risotto

Hörpuskelja risotto

Hörpuskelja risotto

Hörpuskelja risotto

Hörpuskelja risotto

Hörpuskelja Risotto

  • 300 g risotto hrísgrjón

  • 1 l vatn

  • 1 msk Oscar humarkraftur

  • 1 dl hvítvín t.d. Muga

  • 1 laukur fínt saxaður

  • 2 msk smjör

  • 2 msk ólífuolía

  • 1–2 hvítlauksgeirar, saxaðir

  • 60–80 g parmesan, rifinn

  • Salt & pipar

Hörpuskeljar

  • 8–12 stórar hörpuskeljar

  • 2 msk smjör

  • Ólífuolía

  • Salt & pipar

  • Smá ferskur timjan (valfrjálst)

Aðferð

  1. Setjið smjör + ólífuolíu í pott.
  2. Steikið lauk við lágan hita þar til hann verður glær.
  3. Bætið hvítlauknum út í í 30 sek.
  4. Hrærið hrísgrjónunum saman við og léttsteikið í 1 mín.
  5. Hellið hvítvíni út í og leyfið því að sjóða niður.
  6. Bætið vatni út í í skömmtum ásamt kraftinum
  7. Hrærið og bíðið þar til vökvinn gufar inn áður þið setjið meira út í.
  8. Þetta tekur ca. 18–20 mín.
  9. Rífið parmesanost út í pottinn og hrærið saman við.
  10. Saltið og piprið.
  11. Lokið pottinum og steikið hörpuskeljarnar.
  12. 1. Þurrkið hörpuskeljarnar vel (mjög mikilvægt!) með elddhúspappír
  13. 2. Kryddið með salti + pipar á báðum hliðum.
  14. 3. Hitið pönnu mjög vel, setjið ólífuolíu og smá smjör.
  15. Steikið hörpuskeljarnar á pönnunni, 1-1,5 mín á hvorri hlið, hreyfið þær ekki á meðan þær eru að steikjast. Þær eiga að fá gullbrúna karamellu skorpu.
  16. Settu risotto á miðjuna á disk og notaðið skeið til að slétta það í fallegan hring.
  17. Settu 2–3 hörpuskeljar ofan á.
  18. Dreifðu smá parmesan yfir ásamt extra virgin ólífuolíu.
  19. Toppið með ferskum timjan.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Hörpuskelja risotto

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5