Mjög sniðugt ráð fyrir þá sem vilja drekka grænmetis og ávexta drykki á morgnanna en hafa ekki tíma á morgnanna til að útbúa þá, er að raða ávöxtunum og grænmetinu í glasið kvöldið áður, loka því svo með þar til gerðu loki. Svo um morguninn er bara eftir setja glasið á tækið og setja svo lokið með stútnum á og taka drykkinn með sér í vinnuna.
Hreinsandi drykkur
- 2 meðal stórar gulrætur
- 2 græn epli, flysuð og kjarnhreinsuð
- 1 lítil rauðrófa eða ½ stór
- Þykkur 1 cm bútur af engifer
- ½ kreist sítróna
Aðferð:
- Skolið alla ávextina og grænmetið.
- Flysjið og skerið ávextina og grænmetið í bita svo þeir komist í stórt Nutribullet glas.
- Fyllið glasið af vatnið upp á MAX línunni og setjið tækið í gang.
- Opnið glasið aftur og setjið nokkra klaka ofan í, setjið tækið aftur í gang.
- Ef þið viljið þá getiði sett drykkinn í annað glas eða drukkið beint úr Nutribullet glasinu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: