Hrekkjavöku bakstur – blóðugir kökukrúttkallar og kökupinna kúlur
Ef það er einhver tími ársins sem leyfir þér að leika þér í eldhúsinu – þá er það hrekkjavaka!
Þessir blóðugu kökukrúttkallar og kökupinnakúlur eru bæði ótrúlega girnilegir og hryllilega sætir á sama tíma.
Fullkomið verkefni til að gera með krökkunum eða vinahópnum fyrir partýið.






Hrekkjavöku bakstur – blóðugir kökukrúttkallar og kökupinna kúlur
Kaka
- Ljúffeng súkkulaðikaka Lindu Ben kökumix
- 3 egg
- 1 dl vatn
- 1 1/2 dl olía
Krem
- 300 g mjúkt smjör
- 400 g rjómaostur
- 2 tsk vanilludropar
- apppelsínugulur matarlitur frá Dr. Oetker
Rauður glassúr
- 100 g flórsykur
- U.þ.b. 1 msk vatn
- rauður matarlitur frá Dr. Oetker
Súkkulaðihjúpur á kökukúlur
- 300 g suðusúkkulaði
- Grænt og svart kökuskraut frá Dr. Oetker
Annað
- Nammi augu frá Dr. Oetker
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.
- Setjið kökumixið, eggin, olíu og vatn í skál og hrærið saman. Smyrjið kökuform sem er u.þ.b. 30×40 cm, hellið deiginu í formið og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn. Kælið kökuna og búið til kremið á meðan.
- Setjið mjúkt smjör í hrærivélaskál og þeytið. Bætið flórsykrinum út í og vanilludropum. Þeytið mjög vel og lengi þar til alveg silkimjúkt og loftmikið.
- Notið karla piparkökumót og notið það til að stinga í kökuna og útbúa kalla úr kökunni. Setjið á kallana á bakka og smyrjið þá með kremi. Gott er að byrja á hliðunum og setja frekar þunnt lag til að halda kallalöguninni, setja svo þykkara lag af kremi ofan á.
- Hrærið saman flórsykri, rauðum matarlit og svolitlu vatni og útbúið glassúr, setjið í sprautupoka með litlum sprautustút. Sprautið aftan á augun og límið þau á kallana. Sprautið meira “blóði” á kallana.
- Setjið svo afskorninginn af kökunni í skál með u.þ.b. 2 msk af kremi og hrærið saman. Útbúið kúlur úr blöndunni og stingið þeim inn í frysti í smástund.
- Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið kökukúlurnar, skreytið með kökuskrauti.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar


Category:






