Linda Ben

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist?

Mér finnst ótrúlega gott að skipuleggja mig, ég lýsi því oft eins og ég sé að taka til í hausnum á mér. Þegar það er mikið að gera hjá mér og ég finn fyrir stressi þá er það besta sem ég geri fyrir sjálfa mig að skipuleggja mig.

Það er mjög algengt að finna fyrir (jafnvel miklu) stressi þegar maður eignast barn. Ég var til að mynda mjög stressuð þegar ég átti mitt fyrsta barn en er þó nokkuð rólegri núna. Eitt af því sem ég stressaði mig á þegar ég var ólétt af mínu fyrsta barni var hvað ég þyrfti nú að eiga fyrir barnið, ég hreinlega hafði ekki hugmynd. Mjög fáar vinkonur mínar áttu barn og var ég með þeim fyrstu til að eignast barn. Það eru líka komin 6 ár síðan ég var ólétt og þá var ekki eins mikið af aðgengilegu og góðu efni að finna á netinu til að hjálpa mér.

Núna finnst mér ég þó með það nokkurveginn á hreinu hvað er nauðsynlegt. Ég er líka með það nokkurveginn á hreinu hvað mig langar líka að hafa, þó það sé ekkert endilega nauðsynlegt.

Til að mynda gekk brjóstagjöfin hræðilega illa með fyrsta barn, ég lýsi því stundum þannig að ég hefði frekar verið til í að upplifa fæðinguna 30x heldur en þetta brjóstagjafar helvíti sem ég upplifði, og það má þá fylgja sögunni að fæðingin var ekkert svo auðveld ????. Ég ætla því að vera virkilega vel undirbúin fyrir brjóstagjöfina núna, ég ætla að vera með nóg af græðandi plástrum, mexíkóhatta í nokkrum stærðum, brjóstapumpu, góðan gjafapúða, græðandi krem, pela og þurrmjólk. Mér finnst líka líklegt að ég smelli mér á eitthvað gott námskeið bara til þess að vera alveg bókað með allt á hreinu.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Á þessum listum er að finna ýmislegt og er þetta mjög ítarleg upptalning. Mér fannst betra að telja of marga hluti fram og leyfa svo hverjum og einum að stroka út af listanum það sem þeim aðila finnst hann ekki þurfa. 

Þessi listi er því einungis hugsaður sem viðmið, þetta er á engan hátt listi sem fer bara yfir það mikilvægasta og nauðsynlegasta. Það er svo ótrúlega mismunandi hvað hverjum og einum finnst mikilvægt að ég lagði ekki einu sinni í að highlighta það sem mér fannst mikilvægast. Manneskja sem á til dæmis ekki bíl myndi seint segja að bílstóll sé mikilvægur, þó svo að ég myndi ekki komast í gegnum daginn án þess að nota bílstól. Það er bara eitt dæmi af endalausum möguleikum.

Mitt markmið með að deila þessum lista er til þess að gefa öðrum hugmyndir. Hugmyndir um hvað er gott að eiga, hvað er gaman að eiga og svo verður hver og einn að ákveða fyrir sig hvað á þessum lista er mikilvægt að eiga. 

Ég hvet þig því til þess að smella upp gagnrýnis gleraugunum á meðan þú lest yfir listann. Ég vil alls ekki að neinn haldi að hann þurfi að eiga allt hér og fái svo kvíðahnút í magann eftir lesturinn. Ég átti til dæmis mjög lítið þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Við vorum þá nýkomin úr námi bæði tvö og aðeins Ragnar með vinnu. Við vorum að byggja okkur hús og áttum mjög takmarkað af pening til að kaupa barnadót. Við náðum þó að útvega okkur allt það nauðsynlegasta á góðu verði eða í láni frá ættingum áður en barnið kom og létum ýmislegt bíða á meðan við söfnuðum okkur pening og gátum þá keypt okkur það sem okkur fannst vanta (til dæmis rafmagns brjóstapumpu). Ég get alveg lofað ykkur því að við vorum alveg fullkomlega jafn hamingjusöm og ef við hefðum átt allt í heiminum fyrir barnið. Veraldlegir hlutir eru bara ekki það sem skiptir raunverulega máli.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

En nóg um það, við erum öll hér til að renna yfir listann svo við skulum demba okkur í það! Ég vil hins vegar nefna að ég hannaði þennan lista út frá sjálfri mér, ég á von á stelpu og því tala ég um kjóla en ekki skyrtur til dæmis, það á þó að vera auðvelt að breyta og aðlaga.

Fötin á myndunum eru öll úr Petit sem ég er mjög stolt af að geta sagt að ég sé í samstarfi með.

Ég setti listana upp í google sheets og finnst mér það ótrúlega þægilegt, þá get ég skoðað listana í símanum á meðan ég er í búðinni og kem þannig í veg fyrir að ég kaupi allskonar óþarfa.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Athugið að stærðir eru mjög mismunandi milli merkja, það er mikilvægt að skoða fötin og sjá hvort stærðirnar eru stórar eða litlar.
  • Það er mjög leiðinlegt að kaupa of lítil föt og því mæli ég frekar með því að kaupa minna í stærð 50 og athuga hvort föt í 56 passi mögulega, svo ef barnið fæðist mjög lítið (eða þú veist að þú munt fæða lítið barn) er hægt að fá ættingja/vini til að skjótast út í búð og kaupa minni föt.
  • Það er sniðugt að kaupa heilgalla og buxur með áföstum sokkum í minnstu stærðunum.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Nýfædd börn nota ekki skó, en það er mjög gott að eiga mjúka skó/bommsur sem er hægt að reyma á litlar fætur þar sem sokkar eiga það til að fljúga hratt af.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Ég mun kaupa ruslatunnu sem ég get svo notað áfram á heimilinu þegar barnið er hætt að nota bleyju.
  • Það er gott að kaupa ferða skiptidýnu sem pakkast vel saman og fer lítið fyrir í tösku.
  • Með skipti caddy á ég við tösku eða box sem geymir bleyjur, krem og blautþurrkur sem þægilegt er að grípa með sér um húsið eða setja ofan í skiptitöskuna í flýti.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Að mínu mati þarf ekkert af þessum lista nema það sem tengist rúminu, að vera tilbúið áður en barnið fæðist.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Smábörn þurfa strangt til tekið ekki sér handklæði en þau eru bara svo ótrúlega sæt.
  • Flest börn fæðast með mjög lítið hár og því er hárbursti oft óþarfi.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Algjörlega valkvæmt hvort foreldrar vilji hafa pela+þurrmjólk tilbúna þegar barnið fæðist. Ég ætla persónulega að hafa allt sem því viðkemur tilbúið og ráðlegg ég það öllum eftir mjög erfiða persónulega reynslu með fyrsta barn, það er bara ekkert verra en sveltandi ungabarn.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Margt á þessum lista er sniðugt að biðja um í skírnar/nafnaveislu gjöf fyrir barnið.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Allt mikilvægt að mínu mati.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Að mínu mati er allt á þessum lista valkvæmt, meira að segja það að pakka í spítala tösku eins og ég komst að með fyrra barn.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

  • Hlutir sem gott er að eiga þegar barnið kemur. Ef barnið fæðist að vetri til eins og í mínu tilfelli er mikilvægt að vera með nóg af hlýjum fötum þar sem það er mjög slæmt að vera kalt með barn á brjósti, það eykur líkur á stíflum umtalsvert.

Hvað er gott að eiga þegar barnið fæðist? innkaupalisti fyrir ungabörn

Ég vona að þessir listar muni koma að góðum notum! ❤️

Bestu kveðjur

Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5