Þessir kartöflubátar eru alveg virkilega bragðgóðir!
Þeir eru fljótlegir, auðveldir að útbúa, og brálæðislega góðir! Ég mæli með að þú látir þessa uppskrift ekki framhjá þér fara.
Hvítlauks parmesan kartöflubátar með sjávarsalti, uppskrift:
- 4 stk bökunar kartöflur
- 2 msk ólífu olía
- 2 tsk sjávar salt
- 2 tsk hvítlauks krydd
- 2 tsk oregano
- 2 dl rifinn parmesan ostur
- Sjávarsalt
Aðferð:
- Stillið ofninn á 190ºC
- Skerið kartöflunar langsum í báta og setjið í stóra skál.
- Hellið ólífu olíu yfir kartöflurnar.
- Setjið salt, hvítlauks krydd og oreganó í skálina og blandið öllu vel saman.
- Raðið kartöflu bátunum á ofnskúffu og dreifið parmesan osti yfir.
- Bakið í 25-35 mín.
- Dreifið smá auka sjávarsalti yfir eftir smekk.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Benediktsdóttir
Category:
Þetta eru bestu kartöflubátar sem ég hef smakkað!