Linda Ben

Hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur

Recipe by
13 klst

Hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur.

Æðislegar og sparilegar hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur. Þær eru silkimjúkar að innan með ljúfu freyivínsbragði.

Það er gott að byrja á þeim daginn áður og leyfa trufflublöndunni að jafna sig yfir nótt inn í ísskáp.

Hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur

Hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur

Hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur

  • 300 g hvítt súkkulaði
  • 30 ml rjómi
  • 15 g smjör
  • ½ dl freyðivín
  • 300 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið rjómann í potti og setjið smjörið og 300 g af hvítu súkkulaði út í, bræðið varlega á lágum hita, slökkvið undir.
  2. Hellið freyðivíninu út í og blandið saman, hellið blöndunni í skál eða eldfast form, leggið plastfilmu yfir. Kælið yfir nótt.
  3. Notið teskeið til þess að mynda kúlur úr deiginu, leggið kúlurnar á smjörpappír og setjið aftur í kæli þar til kúlurnar harðna (u.þ.b. klst).
  4. Bræðið 300 g hvítt súkkulaði varlega yfir vatnsbaði. Setjið tannstöngul í hverja kúlu og haldið henni yfir skálinni með hvíta súkkulaðinu, notið skeið til þess að hella hvítu súkkulaði yfir kúluna, hjúpið alveg. Setjið aftur á smjörpappírinn og setjið inn í ísskáp þar til súkkulaðið hefur harðnað.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Hvítt súkkulaði freyðivíns trufflur

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5