Linda Ben

Indversk kjúklingasúpa með nan brauði

Recipe by
1 klst
Prep: 30 mín | Cook: 30 mín | Servings: 5 manns

Vertu velkominn september!

Haustið er rétt ókomið til okkar, laufin fara að falla af tránum og hitastigið að lækka úti.

Fyrir mér eru súpur ómissandi hluti af haustinu, þær hlýja manni og gefa orku.

Ég ákvað að búa til súpu fulla af gulrótum, en samt nógu ríka og bragðmikla til þess að gleyma því að maður sé að borða grænmeti. Nan brauð gera svo allt miklu betra, það er bara eitthvað við þetta indverska steikta brauð sem lætur manni líða vel. Súpa og nan brauð = fullkominn þægindamatur.

Byrjað er á að útbúa deigið fyrir nan-brauðið þar sem það þarf tíma til að hefast. Á meðan það hefast er súpan útbúin. Einfalt og rosalega gott!

Nan-brauð

  • 1,5 dl volgt vatn
  • 2 tsk sykur
  • 2 tsk þurrger
  • 4 dl hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 3 msk brætt smjör
  • 2 msk hreint jógúrt
  • Garam masala
  • Sjávar salt
  1. Blandið sykri og geri saman við volga vatnið og látið standa í smá stund.
  2. Blandið saman hveiti, salti, bræddu smjöri, jógúrti og gerblöndunni. Látið standa til að hefast í 30 mín.
  3. Skiptið deiginu í 6 hluta og fletjið hvern hluta fyrir sig út og kryddið með garam masala og salti.
  4. Steikið svo brauðið á pönnu með ólífu olíu þangað til þangað til brauðið verður gullin brúnt.

_MG_3436 copy

Indversk kjúklingasúpa:

  • 2 msk ólífuolía
  • 1 shallot laukur eða venjulegur
  • 1 tsk cumin krydd
  • 1/2 tsk cayenne pipar
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1 tsk karrý
  • 800 g gulrætur, flysjaðar og niðurskornar
  • 600 g kjúklingabringur, skornar í hæfilega bita
  • 1 l kjúklingasoð eða 1 l vatn með þremur kjúklingakraftskubbum.
  • 1 dós (400 ml) kókosmjólk
  • Kóríander
  1. Steikið lauk og gulrætur með ólífuolíu þangað til laukurinn er orðinn glær.
  2. Bætið við kryddum og steikið í smá stund.
  3. Hellið kjúklingasoðinu yfir og sjóðið þangað til gulræturnar byrja að mýkjast.
  4. Maukið súpuna með töfrasprota þangað til súpan er silkimjúk og kekklaus.
  5. Skerið kjúklingabringurnar í hæfilega stóra bita og steikið þá á annari pönnu.
  6. Setjið kjúklingabitana útí súpuna ásamt kókosmjólkinni og látið suðuna koma upp.
  7. Stráið kóríander yfir og berið súpuna fram.

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

2 Reviews

  1. Hjördís

    Yndisleg súpa og brauðið ummmm

    Star
  2. Linda

    Gott að heyra! ❤️❤️

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5