Hér höfum við algjörlega dásamlega skyrtertu sem inniheldur engar mjólkurvörur né egg.
Skyrtertan er virkilega mjúk og afar bragðgóð. Hún er ekki of sæt heldur fá öll hráefnin að njóta sín. Kakókexbotninn kemur með gott mótvægi við jarðaberja og hvíttsúkkulaði skyrkökudeiginu. Einstalega ljúffeng og vel heppnuð skyrterta sem ég held að þú eigir eftir að elska.
Hægt er að gera vegan útgáfu af þessari skyrköku með því að taka út matarlímið og bæta í staðinn 1 tsk af maizenamjöli, hræra því mjög vel saman við. Kakan mun ekki standa eins vel sjálf og því er betra að setja hana í fallegt eldfastmót í staðinn.
Jarðaberja og hvítt súkkulaði skyrterta
- 180 g hafrakex
- 20 kakó
- 40 g smjör (jurtasmjör eða smjörlíki)
- 250 ml jurta þeytirjómi (ég nota alpro)
- 300 g jarðaberja skyr frá Veru Örnudóttir
- 200 g vegan hvítt súkkulað (ég nota Happi)
- 6 matarlímsblöð
- Fersk jarðaber
Aðferð:
- Bræðið smjörið og myljið kexið í matvinnsluvél. Blandið smjörinu saman við kexið og kakóið.
- Smyrjið 20 cm smelluforms hring (ekki botninn) og klæðið með smjörpappír. Setjið smelluformshringinn í miðjuna á kökudisk og þrýstið kexblöndunni ofan á diskinn, setjið í frystinn á meðan kakan er græjuð.
- Þeytið rjómann og blandið jarðaberjaskyri saman við.
- Bræðið hvítt súkkulaði og blandið því saman við skyrblönduna.
- Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn þar til þau eru orðin mjúk (sækjið botninn í frystinn á meðan). Setjið matarlímsblöðin í lítinn pott þegar þau eru orðin mjúk og bræðið þau við vægan hita. Hellið líminu út í skyrdeigið og blandið strax saman við. Hellið yfir kexbotninn og sléttið úr deiginu. Setjið inn í fyrsti í u.þ.b. 3-4 klst eða lengur.
- Skreytið kökuna með jarðaberjum.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar