Linda Ben

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi.

Þessar pönnukökur átt þú örugglega eftir að elska! Það er svo gott að setja fersk jarðaber í pönnukökudeigið, þú bara verður að prófa.

Pönnukökurnar eru svo teknar algjörlega á annað stig með því að toppa þær með sætum rjóma, meira af jarðaberjum og kremkex mulnigi. Kremkex mulnigurinn kemur með þetta stökka element sem gerir svo mikið áferðina að þetta verður algjörlega þannig að maður fær bara alls ekki nóg.

Bleika kremkexið er ótrúlega gott eitt og sér með jarðaberjabragði en það er líka alveg frábært í baksturinn.

Þú finnur bleika kremkexið í öllum helstu matvörubúðum og ppönnukökumixið í Krónunni.

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

  • Pönnuköku þurrefnablanda Lindu Ben
  • 1 egg
  • 60 g smjör
  • 3 dl mjólk
  • 500 g jarðaber
  • 250 ml rjómi
  • 50 g flórsykur
  • Frón kremkex með jarðaberjakremi

Aðferð:

  1. Setjið smjör á pönnu og bræðið smjörið á pönnnuni.
  2. Setjið pönnuköku þurrefnablönduna í skál ásamt eggi, mjólk og bræddu smjöri, hrærið saman þar til orðið að deigi.
  3. Skerið u.þ.b. 5-6 jarðaber í litla bita og bætið út í deigið.
  4. Steikið deigið á pönnu (u.þ.b. 2 msk hver pönukaka), steikið á vægum hita á báðum hliðum þar til bakað í gegn.
  5. Setjið rjóma og flórsykur í skál og þeytið.
  6. Skerið jarðaberin í sneiðar.
  7. Setjið rjóma á hverja pönnuköku og nokkrar sneiðar af jarðaberjum, brjótið kremkexið ofan á pönnukökurnar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Jarðaberja pönnukökur með kremkex mulingi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5