Linda Ben

Jólaboðsbakkinn – forrétta og eftirréttabakki

Recipe by
5 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 6 manns

Jólaboðsbakkinn – forrétta og eftirréttabakki.

Stundum þarf maður bara að geta raðað öllu saman á einn bakka. Þennan jólaboðsbakka er svo sniðugt að gera þegar þú átt von á gestum, eða þegar þú ert á leiðinni í jólaboð og þú átt að sjá um forréttinn.

Hér raðaði ég allskonar góðu og hátíðlegu kjötmeti sem er upplagt að raða á svona bakka. Ég mæli sérstaklega með Tindafjalla Hangikjetinu en það er tvíreykt hangikjöt og alveg einstaklega gott og skemmtilegt að bera fram, það vekur alltaf svo mikla lukku!

Hægeldaða hangikjötið er alltaf svo vinsælt á svona jólabakka. Ég mæli með að skera það fyrst í 1 cm þykkar sneiðar og svo aftur í 1 cm stóra bita og raða á fallegan bakka. Það er svo upplagt að hafa tannstögla til hliðar svo það sé auðvelt að næla sér í bita.

Próteinbitarnir eru orðin skyldukaup í nánast hverri einustu búðarferð hjá mér, þeir eru bara eitthvað annað góðir og þægilegt millimál. Ég ggat hreinlega ekki sleppt því að setja þá á bakkann. Ef þú átt eftir að smakka próteinbitana þá mæli ég með að þúu gerir það hið snarasta.

Rauðvínssalami er æðislega góð. Maður byrjar á því að fjarlægja netið og himnuna sem er utan um salamiið, svo sker maður hana í sneiðar. Ég mæli með að prófa að setja mygluost ofan á salamiið og örlitla sultu, það er svo gott og kemur á óvart.

Mér finnst alltaf gott að hafa nokkrar mismunandi tegundir af ostum, hvítmyglu, blámyglu og harðan. Þannig nær maður ákveðnu jafnvægi í bakkann og hægt að fá svo margar mismunandi útfærslur með kjöt+ost samsetningum.

Bláberjasulta passar alltaf svo vel með öllu, bæði kjöti og ostum og því ákvað ég að hafa hana.

Ég hef svo alltaf ólífur og ber á svona bökkum, núna ákvað ég að hafa bara jarðaber þar sem ég var með svo margar mismunandi tegundir af öðru.

Svo er alltraf gott að hafa eitthvað sætt á bakkanum fyrir þá sem elska sætt. Celebrations nammið er að mínu mati svo hátíðlegt og skemmtilegt að bera fram.

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Jólaboðsbakkinn – forrétta og eftirréttabakki

  • Hægeldað hangikjöt frá SS
  • Tindafjalla hangikjet – Tvíreykt hangikjöt frá SS
  • Pr+oteibiti snakkpylsa frá SS 
  • Rauðvínssalami 
  • Grænar heilar ólífur
  • Blámygluostur – t.d. Ljótur
  • Hvítmygluostur – t.d. Camembert
  • Harður ostur – t.d. Tindur
  • Celebrations súkkulaði
  • Jarðaber
  • Bláberjasulta
  • Wasa hrökkbrauð með rósmarín og salti – extra þunn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að raða öllu á bakkann í umbúðunum til að sjá hvort allt passi á bakkann og hvernig hlutirnir raðast.
  2. Takið úr umbúðum og skerið hanngikjötið í u.þ.b. 1×1 cm bita. Setjið hangikjötið á lítinn bakka og annað sem þú vilt að sé á litlum bökkum. Raðið svo öllu á stóra forrétta bakkan.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Jólaboðsbakki - forréttabakki og eftirréttabakki

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5