Linda Ben

Jólajógúrtkaka með klessupiparkökubotni

Hér höfum við alveg dásamlega góða og létta jógúrtköku sem á eftir að slá í gegn við hvaða tilefni sem er. Jógúrtkökur eru mjög svipaðar ostakökum nema í staðinn fyrir rjómaost er notað jógúrt. Þannig fær maður ennþá léttari köku.

Þessi kaka er virkilega einföld, fljótleg og eitthvað sem ég myndi treysta flestum til að smella í, sama hversu flinkir þeir eru í eldhúsinu.

Botninn er búinn til úr klessupiparkökunum góðu sem hafa fengið alveg ótrúlega góðar viðtökur, sem ég er svo þakklát fyrir. Kakan sjálf er úr þeyttum rjóma en út í hann er sett jólajógúrtið frá Örnu Mjólkurvörum en það er alveg æðislegt með bökuðum eplum og kanil. Bæði jólajógúrtið og klessupiparkökurnar eru árstíðarvörur sem fást bara fyrir jólin svo það er vissara að hafa hraðar hendur og bíða ekki of lengi með að smella í þessa 😊

Það er virkilega gott að bræða saman karamellu og rjóma og setja ofan á kökuna. Kökuna er svo hægt að skreyta með brómberjum eða trönuberjum og rósmarín til að skapa hátíðlegt útlit.

Jólajógúrtið frá Örnu finnur þú í öllum matvöruverslunum en Klessupiparkökurnar fást í Krónunni.

Jólajógúrtkaka með klessupiparkökubotni

Jólajógúrtkaka með klessupiparkökubotni

Jólajógúrtkaka með klessupiparkökubotni

Jólajógúrtkaka með klessupiparkökubotni

Jólajógúrtkaka með klessupiparkökubotni

Jólajógúrtkaka með klessupiparkökubotni

  • 300 g klessupiparkökur frá Lindu Ben
  • 75 g smjör
  • 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum + 150 ml rjómi notaður seinna í uppskriftinni
  • 170 g íslenskt jólajógúrt með bökuðum eplum og kanil frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1/2 rautt epli
  • 1/2 tsk kanill
  • 200 g rjómakaramellur
  • Brómber
  • Ferskt rósmarín

Aðferð:

  1. Setjið klessupiparkökurnar í matvinnsluvél og myljið. Bræðið smjörið og blandið saman við kexmynslurnar.
  2. Pressið kexblöndunni ofan í form sem er 27 cm í þvermál og með 4 cm háum kanti, eða álíka stórt. Setjið í frysti.
  3. Þeytið rjómann og blandið jólajógúrtinu varlega saman við rjómann með sleikju.
  4. Skerið eplið mjög smátt niður og bætið út í rjómablönduna ásamt kanil, blandið varlega saman með sleikju.
  5. Hellið rjómablöndunni ofan í kökuformið, sléttið úr og setjið aftur í frysti.
  6. Setjið karamellur í pott ásamt rjóma og bræðið saman. Kælið blönduna að stofuhita.
  7. Þegar karamellan hefur kólnað, hellið henni þá varlega yfir kalda kökuna og dreifið varlega. Hafið ekki áhyggjur þó svo að dragist aðeins til í kökunni og karamellan og rjóminn blandist svolítið saman, við felum það með berjum á eftir.
  8. Skreytið með brómberjum, mér finnst fallegt að raða þeim 3 og 3 saman. Klippið svo niður rósmarín stöngla og leggið hjá brómberjunum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5