Linda Ben

Kalt basilpestó pastasalat

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við SS | Servings: 3-4 manns

Þetta pastasalat er svo svakalega gott! Það er rjómkennt, bragðmikið og ferskt á sama tíma.

Græna pestóið með eldpiparnum er alveg í miklu uppáhaldi hjá mér, það er smá sterkt en alls ekki of, meira svona til að gefa því smá kikk og gera það bragðmeira. Börnin mín borða það með bestu list bara svona svo þið gerið ykkur hugarlund um hversu sterkt það er.

Barilla pestóið er það mest selda í heiminum en það fæst í Krónunni á mjög hagstæðu verði.

Pastasalat er fullkomið nesti að mínu mati, geymist vel, góð næring og verður ekki sóðalegt í nestisboxinu.

Kalt basilpestó pastasalat

Kalt basilpestó pastasalat

Kalt basilpestó pastasalat

Kalt basilpestó pastasalat

  • 300 g penne pasta frá Barilla
  • 75 g klettasalat
  • 250 g kirsuberjatómatar
  • 180 g mozzarella perlur
  • 35 g ristaðar furuhnetur
  • 100 g svartar ólífur
  • 195 g grænt pestó með peperoncino frá Barilla
  • 1 msk mæjónes
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  2. Skolið og þerrið klettasalatið. Skerið kirsuberjatómatana, mozzarella perlurnar og ólifurnar í helminga.
  3. Setjið soðna pastað í skál ásamt klettasalatinu, kirsuberjatómötunum, mozzarrella perlunum, ólífunum furuhnetunum, græna pestóinu og mæjónesinu. Blandið öllu vel saman.
  4. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5