Linda Ben

Karamellu ísterta með súkkulaðikremi

Recipe by
9 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus | Servings: 8 manns

Karamellu ísterta með súkkulaðikremi.

Þessi ísterta er alveg dásamlega góð! Súkkulaðikremið ofan á henni gerir svo ótrúlega mikið fyrir bæði bragð og útlit. Síríus pralín súkkulaðið með rommkaramellunni er bæði í ísnum og í súkkulaðikreminu. Rommkaramellan er að mínu mati svo hátíðleg og passar fullkomlega í svona sparilega eftirrétti.

Karamellu ísterta með súkkulaðikremi

Karamellu ísterta með súkkulaðikremi

Karamellu ísterta með súkkulaðikremi

Karamellu ísterta með súkkulaðikremi

Karamellu ísterta með súkkulaðikremi

  • 6 eggjarauður
  • 170 g  púðursykur
  • 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 150 g Eitt Sett lakkrískurl
  • 100 Síríus pralín súkkulaði með rommkaramellu

Súkkulaðikrem

  • 1 eggjarauða
  • 30 g vatn
  • 30 g sykur
  • 100 g Síríus pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu
  • 30 g mjúkt smjör

Skraut (má breyta)

  • Piparkökur
  • Rósmarín
  • Flórsykur

Aðferð:

  1. Byrjað er á því að útbúa ísinn með því að þeyta rjómann.
  2. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annari skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.
  3. Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðu blönduna með sleikju. Skerið pralín súkkulaðið niður í litla bita og bætið því út í ísdeigið ásamt Eitt Sett lakkrískurli, blandið varlega saman.
  4. Klæðið 22 cm smelluform með smjörpappír eða plastfilmu. Hellið ísdeiginu ofan í formið, lokið með plastfilmu og setjið í frystinn, passið að formið liggi beint í frystinum svo ístertan verði ekki skökk. Frystið í a.m.k. 8 klst, það er líka hægt að gera ísinn með mjög miklum fyrirvara og geyma lengi í frysti ef maður vill.
  5. Þeytið eggjarauðu í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós. Hitið vatn og sykur í potti í um 3 mínútur eða þar til sykurinn hefur náð að leysast upp í vatninu. Hellið sykurvatninu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Þeytið þar til blandan er loftmikil og nánast hvít að lit.
  6. Bræðið Síríus pralín súkkulaðið. Hellið því næst súkkulaðibráðinni saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Stoppið reglulega og skafið hliðar skálarinnar með sleikju svo allt blandist vel saman. Skerið mjúka smjörið í litla bita og þeytið það saman við. Geymið blönduna í ísskáp þar til bera á ísinn fram.
  7. Setjið ísinn á fallegan disk, fjarlægið formið og smjörpappírinn. Smyrjið súkkulaðikreminu á ístertuna. Skreytið að vild, t.d. með skreyttum piparkökum, rósmarín og sigtuðum flórsykri.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Karamellu ísterta með súkkulaðikremi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5