Kjötbollur og pasta – einfaldur og fjölskylduvænn réttur á 20 mín
Þegar tíminn er knappur en þú vilt samt setja á borð eitthvað sem allir elska – þá eru þessar kjötbollur með pasta algjör bjargvættur. Sænskar kjötbollur frá SS, mjúkt fusillipasta og mild tómatsósa með kryddum sem lyfta réttinum upp í nýjar hæðir.
Þetta er rétturinn sem tekur aðeins um 20 mínútur að setja saman, hentar fullkomlega í annasaman hversdag eða þegar fjölskyldan er svöng og vill fá eitthvað gott strax. Með rifnum parmesanosti og ferskri basil verður hann enn girnilegri.
Kjötbollur og pasta
- 750 g Sænskar kjötbollur frá SS
- 400 g Fusilli (skrúfur) frá Barilla
- 1 laukur
- 3 hvítlauksgeirar
- 1 msk olía
- 800 g hakkaðir tómatar frá Mutti
- 1 tsk salt
- 1 msk oreganó
- 1 tsk nautakraftur
- 1/2 tsk paprikukrydd
- 1/2 tsk þurrkað basilkrydd
- Parmesanostur
- Fersk basil (má sleppa)
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
- Setjið kjötbollurnar á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 20 mín.
- Setjið vatn í pott og sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
- Skerið laukinn og hvítlaukinn mjög smátt niður og steikið á pönnu upp úr olíu, hellið hökkuðu tómötunum út á pönnuna og kryddið með salti, oreganó, basil, papriku og nautakrafti. Leyfið sósunni að malla þar til kjötbollurnar og pastað er tilbúið.
- Hellið vatninu af pastanu og setjið það svo út í sósuna, blandið saman. Setjið kjötbollurnar út á pönnuna, rífið parmesanost yfir og skreytið með ferskri basil.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: