Það gerist varla íslenskara en klassískar þunnar pönnukökur með sykri eða sultu og rjóma.
Þessi uppskrift er alveg eins og amma gerði þær, engu breytt né bætt við, bara þessar gömlu góðu sem okkur öllum finnst svo góðar!
Klassískar pönnukökur
- 4 dl hveiti
- ½ tsk salt
- ½ tsk matarsódi
- 1 tsk lyftiduft
- 2 egg
- 2 tsk gæða vanilludropar
- 50 g brætt smjör
- Mjólk eftir þörfum
Aðferð:
- Byrjið á því að bræða smjörið á pönnukökupönnunni, passið að hita það ekki of mikið þannig það brenni.
- Setjið hveiti, salt, matarsóda, lyftiduft, egg og vanilludropa í stóra skál.
- Þegar smjörið hefur kólnað örlítið helliði því yfir.
- Hellið mjólk út á og hrærið öllu saman, bætið mjólk út í þangað til deigið verður mjög þunn fljótandi.
- Þerrið það mesta af smjörinu af pönnunni og hitið pönnuna miðlungs heita.
- Hellið deiginu á pönnukökupönnuna, mjög þunnt, steikið pönnukökuna þangað til hún er orðin gullinbrún undir, snúið henni þá við og steikið hinum megin.
- Það er klassískt að bera pönnukökur fram með sykri eða rjóma og sultu. Mér finnst þó gaman að prófa mig áfram með álegg og finnst æðislegt að smyrja þær með hnetusmjöri og banana þegar ég vil fá eitthvað aðeins hollara. Nutella klikkar heldur aldrei.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category:
Geggjað deig 😍
Frábært, gott að heyra! ❤️