Linda Ben

Klassískt írskt kaffi

Recipe by
15 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Klassískt írskt kaffi.

Hér höfum við klassískan kokteil sem margir ættu að kannast við. Hann er fullkominn þegar maður vill fá eitthvað hlýtt eins og til dæmis þegar maður er í útilegu eins og margir eru að gera þessa dagana.

Hann er afar einfaldur en maður byrjar á því að þeyta rjóma, setur svo púðursykur og viskí í bolla, hellir kaffi yfir, setur svo þeyttann rjómann yfir og skreytir með því að sigta smá kakó yfir rjómann.

Þegar maður er í útilegu þá er maður ekki endilega með góðan þeytara á sér en þá er sniðugt að smella rjóma í ziplock poka, ekki fylla alveg pokann en það þarf að vera smá loft í honum líka. Loka pokanum vel og hrista hann svo í nokkrar sek og þá er maður kominn með þeyttann rjóma! Einfalt og ótrúlega sniðugt.

Írskt kaffi (irish coffee uppskrift)

Klassískt Írskt kaffi (irish coffee uppskrift)

Klassískt írskt kaffi

  • 2 tsk púðursykur
  • 30 ml viskí
  • 200 – 250 ml kaffi
  • 2-3 msk rjómi frá Örnu Mjólkurvörur
  • Kakó til að sigta yfir (má sleppa)

Aðferð:

  1. Þeytið rjóma.
  2. Setjið púðursykur og viskí í bolla, hrærið saman.
  3. Hellið heitu kaffinu yfir, setjið þeyttann rjóma yfir og sigtið örlítið kakó til að skreyta drykkinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Klassískt Írskt kaffi (irish coffee uppskrift)

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5