Klassískt nauta carpaccio með trufflu mæjó.
Silkimjúkar þunnar sneiðar af nautalund, ferskt VAXA klettasalat, parmesanflögur og milt trufflumæjó sem lyftir réttinum á annað stig. Fullkomið sem forréttur hvenær sem er, hvort sem er á jólum, áramótum eða bara þegar þú vilt eitthvað klassískt og glæsilegt.




Klassískt nauta carpaccio
- 300 g nautalund eða fillet (mjög vel kælt eða frosið)
- 30 g VAXA klettasalat
- 40–50 g parmesan flögur
- Extra virgin ólífuolía
- Salt og pipar
- Sultaður rauðlaukur (má sleppa)
- 1 tsk truffluolía
- 2 msk mæjónes
Aðferð
- Kælið kjötið mjög vel (helst í frysti í 20–30 mín, líka hægt að nota það alveg frosið í gegn ef notaður er áleggsskeri).
- Skerið í mjög þunnar sneiðar, annað hvort með hníf, mandolín eða áleggsskera
- Ef sneiðarar eru frekar þykkar þá leggið sneiðarnar á plastfilmu og sléttið létt með kökukefli.
- Leggið sneiðarnar fallega í hring á stóran disk, kryddið með smá salti og pipar.
- Hrærið saman mæjónesi og truffluolíu og sprautið yfir með sósusprautu eða notið skeið og gerið nokkrar doppur út um allt.
- Dreifðu klettasalati í miðjuna eða létt yfir allt.
- Dreifið smá sultuðum rauðlauk yfir ef viljið.
- Rífið parmesan yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar

Category:







