Linda Ben

Klassískt nauta carpaccio með trufflu mæjó

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa | Servings: 4 manns

Klassískt nauta carpaccio með trufflu mæjó.

Silkimjúkar þunnar sneiðar af nautalund, ferskt VAXA klettasalat, parmesanflögur og milt trufflumæjó sem lyftir réttinum á annað stig. Fullkomið sem forréttur hvenær sem er, hvort sem er á jólum, áramótum eða bara þegar þú vilt eitthvað klassískt og glæsilegt.

Klassískt nauta carpaccio

Klassískt nauta carpaccio

Klassískt nauta carpaccio

Klassískt nauta carpaccio

Klassískt nauta carpaccio

  • 300 g nautalund eða fillet (mjög vel kælt eða frosið)
  • 30 g VAXA klettasalat
  • 40–50 g parmesan flögur
  • Extra virgin ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Sultaður rauðlaukur (má sleppa)
  • 1 tsk truffluolía
  • 2 msk mæjónes

Aðferð

  1. Kælið kjötið mjög vel (helst í frysti í 20–30 mín, líka hægt að nota það alveg frosið í gegn ef notaður er áleggsskeri).
  2. Skerið í mjög þunnar sneiðar, annað hvort með hníf, mandolín eða áleggsskera
  3. Ef sneiðarar eru frekar þykkar þá leggið sneiðarnar á plastfilmu og sléttið létt með kökukefli.
  4. Leggið sneiðarnar fallega í hring á stóran disk, kryddið með smá salti og pipar.
  5. Hrærið saman mæjónesi og truffluolíu og sprautið yfir með sósusprautu eða notið skeið og gerið nokkrar doppur út um allt.
  6. Dreifðu klettasalati í miðjuna eða létt yfir allt.
  7. Dreifið smá sultuðum rauðlauk yfir ef viljið.
  8. Rífið parmesan yfir.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Klassískt nauta carpaccio

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5