Linda Ben

Kúrekasmjör – smjörsósa með kryddjurtum

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Vaxa

Kúrekasmjör – smjörsósa með kryddjurtum sem passar fullkomlega með steikinni, kjúklingnum eða fiskinum.

Þetta er virkilega skemmtileg tilbreyting frá öðrum sósum og alveg svakalega bragðgott. Kúrekasmjör gerir hreinlega allt betra!

Það er mjög sniðugt að gera kúrekasmjörið með 1-2 daga fyrirvara og geyma inn í ísskáp þar til það á að vera notað, en það þarf ekki. Það er alveg jafn gott að gera það samdægurs, ástæðan fyrir að ég nefni það er einugis til að spara tíma ef maður sér á að vera í tímaþröng seinna.

Ég mæli með að bræða það ekki allt í einu ef þið sjáið ekki fram á að borða það allt, betra er að geyma það á föstu formi inn í ísskáp.

Kúrekasmjör - smjörsósa með kryddjurtum

Kúrekasmjör - smjörsósa með kryddjurtum

Kúrekasmjör - smjörsósa með kryddjurtum

Kúrekasmjör - smjörsósa með kryddjurtum

Kúrekasmjör – smjörsósa með kryddjurtum

  • 250 g mjúkt smjör
  • 2-3 hvítlauksgeirar
  • 15 g steinselja frá Vaxa
  • 15 g kóríander frá Vaxa
  • Börkur af 1 sítrónu og safi úr 1/2
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1/4 tsk chili flögur
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið mjúkt smjör í skál, rífið hvítlauksgeirana og börkinn af sítrónunni úr í smjörið. Kreystið safann úr helmingnum af sítrónunni út í smjörið.
  2. Saxið steinseljuna og kóríanderið smátt niður og bætið út í smjörið.
  3. Bætið kryddunum út í og hrærið allt vel saman. Hægt að gera bæði í höndnunum og í hrærivél.
  4. Setjið smjörið í plastfilmu og myndið einskonar pulsu úr smjörinu.
  5. Skerið af smjörinu eins mikið og þið viljið og bræðið varlega, berið fram með uppáhalds próteininu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

Kúrekasmjör - smjörsósa með kryddjurtum

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5