Linda Ben

Lakkrís nammidufts Lakkrístoppar

Recipe by
45 mín
Cook: 17 mín

Það er svo skemmtilegt að taka klassíska uppskrift og setja nýtt tvist á hana, sérstaklega þegar útkoman er ávanabindandi góð!

Lakkrístoppar með lakkrís nammidufti er ein rosalegasta samsetning sem ég hef prófað. Alveg “must try” fyrir alla sem elska lakkrís og sterkt!

Hockey Pulver Lakkrístoppar

 Lakkrís nammidufts Lakkrístoppar:

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 150 g rjómasúkkulaðidropar
  • 150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl
  • 1 dós lakkrís nammiduft

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita.
  2. Þeytið eggjahvíturar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar.
  3. Bætið súkkulaðinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju.
  4. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum, setjið um það bil ¼ tsk af lakkrís nammidufti yfir hvern topp.
  5. Bakið í 16-17 mín.

Hægt er að lesa betur um hvernig er best er að haga lakkrístoppa bakstrinum hér.

Fylgstu með á Instagram

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5