Ljúffeng rjómaostarúlla – besti forrétturinn sem mun slá í gegn hjá þér!
Hátíðlegur og ótrúlega einfaldur forréttur.
Philadelphia rjómaosturinn með hvítlauknum og kryddjurtunum smellpassar í þennann rétt. Osturinn er léttur og mjúkur. Toppaður með stökkum og bragðmiklum berjum og hnetum. Hunangið gefur réttinum akkúrat rétta sætu svo maður getur hreinlega ekki hætt að borða þennan ost.
Berðu hann fram með þínu uppáhalds kexi, baguette eða laufabrauði eins og ég gerði hér.
Þessi rjómaostarúlla smellpassar sem forréttur, á smáréttaborðið eða með jólakvöldinu.





Ljúffeng Rjómaostarúlla – besti forrétturinn
- 200 g Philadelphia rjómaostur með hvítlauk og kryddjurtum
- 1-2 msk trönuber – söxuð
- 1-2 msk pekanhnetur – saxaðar
- 1-2 msk granateplakjarnar
- 1 msk fersk steinselja – söxuð
- U.þ.b. 1 msk hunang
Aðferð:
- Rífið U.þ.b. 20 cm bút af plastfilmu og setjið rjómaostinn í hann miðjan. Leggið plastfilmuna yfir rjómaostinn og rúllið honum upp með plastfilmunni svo myndist falleg rjómaostarúlla. Opnið plastfilmuna og leggið rjómaostinn fallega á disk, án plastfilmunnar.
- Saxið trönuber, pekanhnetur og steinselju, setjið ofan á rjómaostarúlluna ásamt granateplakjörnum.
- Hellið hunangi yfir og berið fram með kexi, baguette eða lauffabrauði eins og ég gerði.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar


Category:








