Mjúkar og flöffí smákökur með jarðaberjum og hvítu súkkulaði. Ef þú elskar mjúkar smákökur þá máttu alls ekki láta þessar framhjá þér fara, þær eru algjörlega æðislegar!
Gríska jógúrtið með jarðaberjunum og vanillunni gerir þær svona ljoftmiklar og mjúkar, á sama tíma sem það gefur kökunum þetta dásamlega jarðaberjabragð.
Dásamlegar smákökur sem eru eflaust ólikar þeim sem þú hefur smakkað áður.
Mjúkar og flöffí smákökur með jarðaberjum og hvítu súkkulaði
- 100 g mjúkt smjör
- 150 g sykur
- 1 msk síróp
- 1 egg
- 150 g grískt jógúrt með jarðaberjum og vanilu frá Örnu mjólkurvörum
- 250 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- ¼ tsk salt
- 150 g hvítt súkkulaði
Aðferð:
- Þeytið saman smjör, sykur og síróp þar til létt og loftmikið, bætið egginu út í og hrærið.
- Setjið gríska jógúrtið út í blönduna og blandið saman við.
- Bætið hveitinu, lyftiduftinu, matarsóda og salti út í, hrærið saman.
- Bætið hvíta súkkulaðinu út í deigið og blandið saman.
- Setjið deigið í lokað ílát og geymið inn í ísskáp í 2-3 klst eða yfir nótt.
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir.
- Notið matskeið til að útbúa kúlur úr deiginu og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu, bakið inn í ofni í u.þ.b. 12 mín (tími fer eftir stærð kakanna), brúnirnar eiga að vera byrjaðar að brúnast en miðjan ennþá mjúk. Þegar kökurnar hafa verið inn í ofninum í 8 mín, takið þær þá úr ofninum og látið ofnplötuna falla á borðplötu kröftuglega, til þess að ná fletja kökurnar niður. Setjið svo aftur inn í ofn og klárið að baka kökurnar.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: