Linda Ben

Múslí muffins

Recipe by
35 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Siríus

Múslí muffins sem þú átt eftir að elska.

Einstaklega góðar múslí muffins sem eru rakamiklar og djúsí en einnig með þessu ómótstæðilega krönsí biti.

Það mætti lýsa þessum bollakökum sem afkvæmi mjúkra hafraklatta og jógúrt muffins, svo ljúffengar og einstaklega góðar!

Ég notaði Kellogg’s crunchi múslíið með súkkulaði sem er svo ljúffengt. Súkkulaðibitarnir gera mikið fyrir kökurnar svo vertu viss um að kaupa súkkulaði útgáfuna af múslíinu en það fæst líka ekki með súkkulaði.

Múslí muffins

Múslí muffins

Múslí muffins

Múslí muffins

Múslí muffins

  • 150 g smjör
  • 150 g púðursykur
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 180 g hveiti
  • 1 tsk kanill
  • 2 tsk lyftiduft
  • 250 g Kelloggs Crunchi musli
  • 150 ml mjólk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
  2. Þeytið smjör og púðursykur saman þar til létt og ljóst, bætið eggjunum út í, eitt í einu, þeytið vel saman. Bætið svo vanilludropunum saman við.
  3. Blandið kanil og lyftidufti saman við hveitið og hellið því svo út í blönduna, blandið saman.
  4. Hellið mjólkinni út í og blandið saman ásamt múslíinu.
  5. Setjið stór pappírs muffinsform í muffins álbakka og fyllið hvert form upp 2/3.
  6. Bakið í u.þ.b. 20 mín (tími fer eftir stærð kakanna).

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Múslí muffins

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5