Linda Ben

Ofnæmisvæn Gulrótakaka með rjómaostakremi án mjólkurvara og eggja (vegan)

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Vegan Gulrótakaka

Vegan Gulrótakaka

Vegan Gulrótakaka

Vegan Gulrótakaka

Vegan Gulrótakaka

Vegan Gulrótakaka

  • 350 g hveiti
  • 300 g sykur
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 2 tsk kanill
  • 1/2 tsk engiferkrydd
  • 1/2 tsk negul krydd
  • 4 ½ dl hafrajógúrt með vanillu og kókos
  • 1 ½ dl bragðlítil olía
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 ½ msk eplaedik
  • 125 g rifnar gulrætur
  • 45 g hakkaðar valhnetur

Vegan rjómaostasmjörkrem

  • 200 g vegan smjör (ég nota annað hvort smjörlíki eða Naturli vegan block)
  • 200 g vegan rjómaostur (ég nota Violife)
  • 500 g flórsykur
  • Börkur af 1 sítrónu
  • Safi úr 1/2 sítrónu

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið hveiti, sykur, matarsóda, lyftiduft, salt, kanil, engifer og negul í skál.
  3. Bætið hafrajógúrtinu, olíu, vanilludropum og eplaediki út í og blandið saman.
  4. Bætið rifnu gulrótunum og valhnetunum út í deigið og veltið þeim saman við.
  5. Smyrjið tvö 20 cm smelluform. Bakið í u.þ.b. 30-35 mín eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni þegar honum er stungið í hana miðja. Kælið kökuna alveg niður áður en kremið er sett á hana.
  6. Setjið vegan smjörið í hrærivél og þeytið þar til mjúkt, bætið þá rjómaostinum og flórsykrinum saman við og þeytið. Bætið því næst sítrónuberkinum og sítrónusafanum út í, þeytið þar til létt og loftmikið.
  7. Setjið 1 botn á kökudisk og setjið 1/3 af kreminu á botninn og sléttið. Setjið seinni botninn á kremið og hjúpið kökuna með restinni af kreminu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Vegan Gulrótakaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5