Linda Ben

Ógurleg hrekkjavöku eftirréttaglös

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Dimm | Servings: U.þ,bþ 20 glös (fer eftir stærð)

Ógurleg hrekkjavöku eftirréttaglös.

Það er fátt skemmtilegra en að búa til eitthvað ótrúlega ljúffengt sem lítur út fyrir að vera svolítið… óhugnanlegt. Þessi uppskrift er svo hentug fyrir Halloween!
Mjúk súkkulaðikaka, ljúffengur vanillubúðingur, stökkur kexmulningur og ógurlega skemmtilegt nammi verða saman að draumi allra litlu (og stóru) hrekkjavökugesta.

Það besta? Þetta lítur út eins og mikil vinna, en er í raun ótrúlega einfalt og fljótlegt að setja saman og krakkarnir elska að hjálpa til við að skreyta glösin!

Gerðu þau fyrir partýið, bekkjarkvöldið eða bara til að skapa stemningu heima.

Halloween ógurleg hrekkjavöku nammiglös

Halloween ógurleg hrekkjavöku nammiglös

Halloween ógurleg hrekkjavöku nammiglös

Ógurleg hrekkjavöku eftirréttaglös

Botn

  • Ljúffeng súkkulaðikaka Linda Ben kökumix
  • 3 egg
  • 1 dl vatn
  • 1½ dl olía

Miðlag

  • 1 pakki Dr. Oetker vanillubúðingur
  • 100 g sykur
  • 1 lítri léttmjólk

Toppur

  • 240 g Noir kex með belgísku súkkulaði (hluti mulinn, hluti heill til að gera legstein)
  • Svartur matarlitur frá Dr. Oetker
  • Vidal Mega Jelly Mix nammi
  • Vidal blóðug augu nammi

Aðferð

  1. Hrærið saman kökumixið, egg, vatn og olíu. Hellið í smurt form (u.þ.b. 30×40 cm eða annað sambærilegt) og bakið við 180°C í um 25 mínútur, eða þar til kakan er bökuð í gegn. Kælið.
  2. Útbúið vanillubúðinginn. Setjið búðingaduft, sykur og 2 dl af mjólk í skál og hrærið vel saman.
  3. Hitið 8 dl af mjólk í potti þar til hún nær suðu. Takið af hitanum og hellið búðingablöndunni út í, hrærið stöðugt. Setjið aftur á hitann og þeytið þar til blönd­an þykknar og verður gul á litinn. Takið af hitanum og kælið örlítið.
  4. Setjið súkkulaðiköku í botninn á hverju glasi (má rífa í ójafna bita svo búðingurinn renni aðeins niður með hliðunum).
  5. Hellið vanillubúðing yfir kökuna.
  6. Setjið til hliðar jafn mörg Noir kex og glös til að nota sem legsteina. Merjið restina af kexinu í poka og stráið muldu kexi yfir búðinginn.
  7. Skrifið RIP á bakhlið heilu kexkakanna með svörtum matarlit og stingið ofan í hvert glas.
  8. Skreytið með Vidal-nammi

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Halloween ógurleg hrekkjavöku nammiglös

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5