Linda Ben

Ómótstæðilegir karamellu bitar

Recipe by
1 klst
Prep: 30 mín | | Servings: Kostuð umfjöllun af Center

Þessir karamellubitar eru einstaklega ljúffengir! Mjúk karamellan á kex botninum, hjúpuð inn í karamellusúkkulaði er eitthvað sem enginn kökuaðdáandi getur staðist.

Það er afar einfalt að smella þeim saman en þú þarft ekki einu sinni að kveikja á ofninum sem er alltaf plús.

Ég mæli með að skera bitana smátt, svona eins og nammi mola.

Löðrandi karamellu bitar

Löðrandi karamellu bitar

Löðrandi karamellu bitar

Löðrandi karamellu bitar

  • 200 g súkkulaðikex
  • 80 g smjör
  • 200 g þykk karamellusósa
  • 100 g súkkulaði
  • 50 ml rjómi
  • 2 pakkar Center karamellufyllt súkkulaði

Aðferð:

  1. Myljið kexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og blandið saman þar til deig myndast. Þrýstið því í 25×25 cm form sem hefur verið klætt með smjörpappír. Setjið í fyrstinn í 30 mín.
  2. Hellið karamellusósunni í formið og setjið aftur í fyrstinn.
  3. Bræðið súkkulaðið saman við rjómann ásamt einum pakka af Center karamellufylltu súkkulaði. Hellið því yfir karamellulagið. Setjið heil og hálf Center yfir súkkulaðið.

Löðrandi karamellu bitar

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

2 Reviews

  1. Þóra

    Má ég forvitnast hvernig súkkulaðikex þú notaðir og hvað er þykk karamellusósa? Þetta er svo sjúklega girnilegt að ég bara verð að prófa ????

    Star
  2. Linda

    Hæhæ ég notaði Homblest kex og Stone Wall kitchen karamellu sósu 🙂

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5