Amaranth eru pínulítil fræ sem eru mjög próteinrík og af steinefnum. Hægt að nota á marganhátt í matargerð. Hægt er að sjóða þau á svipaðan hátt og maður gerir við hrísgrjón en það er einnig hægt að poppa þau sem ég ákvað að gera í þessari uppskrift. Það gerir svo skemmtilega áferð að hafa poppuð amaranth fræ í svona hrákökum eða orkukúlum eins og ég kýs að kalla þessar hollu kúlur mínar.
Það er virkilega einfalt að poppa amaranth. Maður einfaldlega steikir þau á þurri pönnu í litlum skömmtum. Það tekur virkilega stutta stund því fræin eru svo lítil.
Orkukúlur með poppuðu amaranth
- 90 g graskersfræ (skipt í tvo skammta)
- 20 g amaranth frá Bob’s Red Mill
- 80 g möndlur
- 60 g ferskar döðlur (steinhreinsaðar)
- 1 cm ferskt túrmerik eða ½ tsk túrmerik duft
- ½ tsk kanill
- 2 tsk hágæða sykurlaust kakó frá Hershey’s
- 1 tsk vanilludropar
- 1 msk hunang
- appelsínusafi til að binda saman
Aðferð:
- Setjið 20 g af amaranth í skál, steikið eina teskeið í einu af amaranth á lítilli þurri pönnu (ekki nota olíu) sem er miðlung til mjög heit. Amaranth-ið fer fljótlega að poppa, hrisstið það svolítið til á pönnunni til að það poppist allt og passið að það brenni ekki (tekur 1-2 mín). Setjið poppaða amaranth-ið í skál og poppið afganginn eina teskeið í einu.
- Myljið 40 g af graskersfræjum í matvinnsluvél, setjið svo í skál og leggið til hliðar.
- Setjið 50 g af graskersfræjum, möndlur, poppaða amaranth-ið og möndlur í matvinnsluvél og maukið.
- Setjið túrmerik, kakó og kanil í matvinnsluvélina og blandið saman við.
- Hellið vanilludropum og hunangi út á og blandið.
- Hellið appelsínusafa út á, mjög lítið í einu, og blandið. Einungis setja safa þangað til allt klístrast saman en er samt mjög stíft ennþá.
- Hnoðið í bitastórar kúlur og veltið hverri kúlu upp úr muldu graskersfræjunum.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti
Njótið vel!
Ykkar, Linda Benediktsdóttir
Öll hráefni í þessa færslu fást í Kosti