Pestognese með ferskum mozzarella er skemmtilegur snúningur á klassíska bolognese réttinn. Maður notar penne pasta og blandar því saman við hakksósuna, setjur í eldfast mót. Svo dreifir maður mozzarella kúlum og grænu pestói yfir allan réttinn og bakar inn í ofni þar til osturinn hefur bráðnað. Úkoman er alveg svakalega góð!
Þessum rétti var hrósað svakalega mikið þegar ég bar hann fram hér heima og er langt síðan ég hef heyrt son minn lofsama kvöldmat jafn mikið, hann var algjörlega að missa sig yfir þessum rétt. Bað um að fá hann með sér í nesti í skólann daginn eftir og fá þá extra mikið pestó með.
Ég veit að það verður stutt í að ég geri þennan rétt heima aftur og ég vona innilega að þú munir prófa hann líka.
Pestognese með ferskum mozzarella
- 500 g nautahakk
- 400 g penne pasta
- 1 msk ólífu olía
- 1 laukur
- 2 gulrætur
- 1/2 brokkolíhaus
- 4-5 hvítlauksggeirar
- 1 krukka passata (700 g)
- 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar 400 g
- 1 msk oreganó
- 1 tsk basil
- 1/2 tsk timjan
- 1/2 tsk rósmarín
- 1 tsk paprikukrrydd
- U.þ.b. 1 tsk salt
- 1/2 tsk pipar
- 360 g mozzarella kúlur
- 200 g Sacla pestó classic basil
Aðferð:
- Steikið nautahakkið og geymið á disk til hliðar.
- Setjið vatn í pott ásamt salti og olífu olíu, þegar suðan hefur komið upp setjið pastað í vatnið og sjóðið það þar til það er al dente, þ.e. nokkrum mínútum styttra en það sem stendur að eigi að sjóða það á pakkanum. Það á ennþá að vera smá stíft.
- Skerið niður lauk, gulrætur og brrokkolí, steikið upp úr olíu þar til byrjað að mýkjast, rífið hvítlauksgeirana út á pönnuna og bætið hakkinu aftur á pönnuna. Bætið passata sósunni og hökkuðu tómötunum. Bætið kryddunm út á og leyfið öllu að malla saman við vægan hita.
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Hallið vatninu af pastanu og setjið pastað út í hakksósuna, blandið öllu vel saman. Setjið allt saman í eldfast mót.
- Raðið mozzarella kúlunum yfir pastað og dreifið 1 tsk af basil pestói inn á milli mozzarella kúlanna. Bakið í u.þ.b. 15 mín eða þar til mozzarella osturin hefur bráðnað.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar