Piparkökuís
Hér höfum við alveg æðislega góðan jólaís sem bragðast eins og piparkaka!
Það eru engar ísnálar í þessum ís, þú þarft ekki ísvél til að búa hann til, heldur er þetta er afskaplega einfalt allt saman.
Piparkökuís
- 500 ml rjómi
- 6 eggjarauður
- 2 dl púðursykur
- 1 tsk kanill
- 1 tsk engiferkrydd
- ¼ tsk negulkrydd
- Nokkrar piparkökur
Aðferð:
- Þeytið rjómann vel.
- Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annari skál þar til blandan myndar borða (sjá myndband á Instagram), setjið svo kanil, engifer og negul út í og blandið saman.
- Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju.
- Hellið ísnum í hringlaga kökuform og lokið forminu vel með plastfilmu. Frystið yfir nótt eða lengur.
- Útbúið kúlur úr frosnum ísnumí og brjótið nokkrar piparkökur yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: