Linda Ben

Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið i samstarfi við Innnes | Servings: 4-6 manns

Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina

Djúp, glansandi og bragðmikil rauðvínssósa sem lyftir nautasteikinni upp á veitingastaðar-level. Klassísk aðferð, fá hráefni og Oscar nautakraftur sem gefur sósunni alvöru dýpt.

Ég mæli með að nota góða og kraftmmikla rauðvín í sósuna sem gefur henni alvöru lúxus bragð. Ég notaði Muga en Adobe reserva hhentar líka vel.

Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina

Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina

Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina

Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina

Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina

  • 1/2 msk smjör + 1 msk smjör til að nota seinna
  • 1 shallot laukur
  • 1/2 dl balsamik edik
  • 3 dl gott rauðvín til dæmis Muga eða Adobe
  • 1-2 msk Oscar nautakraftur
  • 3 dl vatn
  • Sósuþykkir t.d. Maizena
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið shallotlaukinn mjög smátt niður og steikið í potti upp úr 1/2 msk smjöri.
  2. Bætið balsamik ediki út í pottinn og sjóðið þar til það verður orðið að þykku sírópi.
  3. Bætið rauðvíninu út í pottinn ásamt nautakrafti og vatni. Látið sósuna malla í 5-10 mín.
  4. Setjið þykki út í sósuna, gott að byrja á u.þ.b. 1 msk og láta sjóða, setja svo meira eftir þörfum. Mikilvægt er að láta sósuna sjóða eftir að þykkir er settur út í hana en það lætur þykkinn virka.
  5. Smakkið til með salti og pipar og meiri nautakrafti eftir þörfum.
  6. Takið sósuna af hitanum og blandið 1 msk af smjöri út í sósuna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5