Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina
Djúp, glansandi og bragðmikil rauðvínssósa sem lyftir nautasteikinni upp á veitingastaðar-level. Klassísk aðferð, fá hráefni og Oscar nautakraftur sem gefur sósunni alvöru dýpt.
Ég mæli með að nota góða og kraftmmikla rauðvín í sósuna sem gefur henni alvöru lúxus bragð. Ég notaði Muga en Adobe reserva hhentar líka vel.




Rauðvínssósa sem fullkomnar nautasteikina
- 1/2 msk smjör + 1 msk smjör til að nota seinna
- 1 shallot laukur
- 1/2 dl balsamik edik
- 3 dl gott rauðvín til dæmis Muga eða Adobe
- 1-2 msk Oscar nautakraftur
- 3 dl vatn
- Sósuþykkir t.d. Maizena
- Salt og pipar
Aðferð:
- Skerið shallotlaukinn mjög smátt niður og steikið í potti upp úr 1/2 msk smjöri.
- Bætið balsamik ediki út í pottinn og sjóðið þar til það verður orðið að þykku sírópi.
- Bætið rauðvíninu út í pottinn ásamt nautakrafti og vatni. Látið sósuna malla í 5-10 mín.
- Setjið þykki út í sósuna, gott að byrja á u.þ.b. 1 msk og láta sjóða, setja svo meira eftir þörfum. Mikilvægt er að láta sósuna sjóða eftir að þykkir er settur út í hana en það lætur þykkinn virka.
- Smakkið til með salti og pipar og meiri nautakrafti eftir þörfum.
- Takið sósuna af hitanum og blandið 1 msk af smjöri út í sósuna.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar


Category:






