Linda Ben

Rosaleg rjómasúkkulaði lava kaka

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Rosaleg rjómasúkkulaði lava kaka sem þú verður að smakka.

Lava kaka er að mínu mati fullkominn eftirréttur og á alltaf vel við. Það er bara ekkert betra en blaut súkkulaðikaka með vanilluís að minu mati.

Það er hægt að gera deigið með nokkra daga fyrirvara ef maður vill. Best er þá að hræra deigið saman og geyma í lokuðu íláti í kæli. Svo tekur maður deigið úr kælinum með góðum fyrirvara og leyfir deiginu að ná stofuhita. Það er mikilvægt því hitinn á deiginu hefur áhrif á hversu hratt kökurnar bakast. Ef deigið er kalt, tekur kakan lengri tíma að bakast.

En annars þá finnst mér best að byrja á því að baka eina köku og sjá hvernig hún kemur út. Ef hún er mjög lítið bökuð þá baka ég hinar aðeins lengur og öfugt ef hún er of mikið bökuð.

Rosaleg rjómasúkkulaði lava kaka

Rosaleg rjómasúkkulaði lava kaka

Rosaleg rjómasúkkulaði lava kaka

Rosaleg rjómasúkkulaði lava kaka

Rosaleg rjómasúkkulaði lava kaka

Rosaleg rjómasúkkulaði lava kaka

  • 150 g rjómasúkkulaði
  • 150 g smjör
  • 250 g flórsykur
  • 2 egg
  • 3 eggjarauður
  • 100 g hveiti

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið smjör og súkkulaði í pott, bræðið varlega saman og hellið í skál.
  3. Bætið flórsykrinum saman við súkkulaðiblönduna og hrærið.
  4. Setjið eggin og eggjarauðurnar út í skálina og hrærið.
  5. Bætið hveitinu út í hrærið.
  6. Smyrjið 6 lítil form sem eru 7,5 cm í þvermál, skiptið deiginu á milli formanna. Best er að byrja á að baka eina köku í 14 mín og sjá hvernig hún er bökuð. Kakan á að vera bökuð í köntunum en ennþá blaut í miðjunni. Ef kakan er mjög blaut þá þurfiði að baka hinar kökurnar lengur, en ef hún er mikið bökuð þá bakiði hinar styttra.
  7. Fallegt er að hvolfa kökunum á disk, sigta yfir smá flórsykur og bera fram með vanillu ís.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5