Linda Ben

Salat með sætum kartöflum, mangó og trönuberjum með tahini-hlynsírópsdressingu

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir | Servings: 3-4 manns

Ljúffengt salat með sætum kartöflum, mangó og trönuberjum með tahini-hlynsírópsdressingu. Einstaklega hollt og næringarríkt salat sem bragðast dásamlega.

Vegan salat með sætum kartöflum, krydduðum kjúklingabaunum, mangó og trönuberjum

Vegan salat með sætum kartöflum, krydduðum kjúklingabaunum, mangó og trönuberjum

Vegan salat með sætum kartöflum, krydduðum kjúklingabaunum, mangó og trönuberjum

Vegan salat með sætum kartöflum, krydduðum kjúklingabaunum, mangó og trönuberjum

Salat með sætum kartöflum, mangó og trönuberjum með tahini-hlynsírópsdressingu

  • 1 sæt kartafla
  • 2 msk ólífu olía (skipt í 2 hluta)
  • 400 g kjúklingabaunir
  • Salt og pipar
  • 1/2 tsk paprikukrydd
  • 30 g grænkál
  • 1 mangó
  • 1/2 dl þurkuð trönuber
  • 3 msk furuhnetur

Tahini-hlynsírópsdressing

  • 2 kúfaðar msk grísk
  • 2 tsk tahini
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 msk hlynsíróp
  • salt&pipar

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Flysjið sætu kartöfluna og skerið hana í bita. Setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu, dreifið smá ólífu olíu og salti yfir, bakið í 15 mín.
  3. Þegar kartöflurnar hafa verið í ofninum í 15 mín, skolið þá kjúklingabaunirnar og þerrið þær með eldhúspappír. Færið sætu kartöflurnar yfir á eina hlið plötunnar og setjið kjúklingabaunirnar hinum megin á ofnplötuna. Setjið ólífu olíu yfir og kryddið með salti, pipar og paprikukryddi. Bakið aftur í 15 mín.
  4. Skerið grænkálið og mangóið niður, setjið í skál ásamt sætu kartöflunum og kjúklingabaununum. Bætið einnig trönuberjunum og furuhnetunum í skálina.
  5. Útbúið dressinguna með því að setja öll innihaldsefni saman í skál og hræra saman.
  6. Bætið dressingunni út á salatið (byrjið á að setja minna fyrst og bæta svo meiri dressingu út á ef þarf) og hrærið saman við. Berið fram með restinni af dressingunni til hliðar.

 

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5