Þessar undur góðu söltu súkkulaði ljóskur eru að finna í Kökubæklingi Nóa Síríus sem ég gerði fyrir Nóa Síríus núna í haust. Bæklingurinn er stútfullur af girnilegum uppskriftum (þó ég segi sjálf frá) sem hentar öllum getustigum. Fjölbreytileiki uppskriftanna er mjög breiður þar sem ég gerði nokkra eftirrétti, fallegar stórar hallþórur, litla sæta bita og ýmislegt þar á milli.
Söltu súkkulaði ljóskurnar mætti líkja við brownie kökur þar sem þær eru klístraðar, seigar og svolítið blautar. Best er að baka þær með smá fyrirvara og leyfa kökjunni að kólna alveg áður en hún er skorin í bita.
Hægt er að skera hana í ennþá minni bita og bjóða upp á sem litla sæta munnbita í standandi veislum. En aars hentar húnn við hvaða tilefni sem er. Dásamlega góð sem eftirréttur borin fram með vanillu ís eða sem smá treat í kaffitímanum.




Saltar súkkulaði ljóskur
- 300 g smjör, brætt
- 250 g púðursykur
- 250 g sykur
- 2 tsk vanilludropar
- 3 egg
- 2 eggjarauður
- 1 tsk salt
- 1 tsk matarsódi
- 400 g hveiti
- 200 g Síríus suðusúkkulaði
- 300 g Síríus rjómasúkkulaði
Aðferð:
- Hitið ofn í 175°C. Klæðið 25×25 cm kökuform með bökunarpappír.
- Setjið brætt smjör, púðursykur, sykur, vanillu, egg, eggjarauður og salt í stóra skál.
- Þeytið kröftuglega þar til blandan er vel blönduð, slétt og glansandi.
- Þeytið matarsóda saman við. Stráið hveitinu yfir og blandið varlega saman.
- Saxið súkkulaðið, bætið út í og blandið þeim jafnt saman við deigið.
- Dreifið þykku deiginu jafnt í formið. Stráið auka súkkulaðibitum yfir.
- Bakið í 45 mínútur eða þar til yfirborðið er gullinbrúnt og brúnirnar dökkar. Kakan á að vera örlítið mjúk í miðjunni.
- Setjið formið á grind, stráið sjávarsalti yfir og látið kólna alveg áður en kakan er skorin í ferninga.
- Fallegt að skreyta með grófu sjávarsalti en því má sleppa.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar








