Sítrónukossa smákökur.
Þessar smákökur minna mikið á gömlu góðu vanilluhringina sem eru ómissandi hluti af jólahaldi margra. Þær eru þykkari og með ómóstæðilegum sítrónu kremi í miðjunni sem líkist helst sítrónu karamellu eftir bökun.
Til þess að smákökur heppnist sem best almennt er lykilatriði að þeyta smjörið og sykurinn mjög vel saman, alveg í góðar 5 mín helst ef tími gefst. Svo er mikilvægt að kæla deigið, þannig nær vökvinn i deiginu að brjóta niður stræstu sykurkornin og brögðin blandast öll mikið betur.
Lemon curd-ið eða sítrónu kremið er frá Nicolas Vahé og þú getur skoðað það hér. Það er hægt að nota það á ýmsa vegu til dæmis í smákökum, á ostakökur og á marengs, allt kemur það mjög vel út og um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða.
Sítrónukossa smákökur
- 230 g smjör, mjúkt (við stofuhita)
- 165 g sykur
- 1 egg
- ½ tsk vanilludropar
- ½ tsk möndludropar
- 10 g kornsterkja (maizenamjöl)
- 300 g hveiti
- ¼ tsk salt
- ½ krukka lemon curd frá Nicolas Vahé
- 1 dl sykur (sem skraut)
- 1-2 msk af flórsykri (sem skraut)
Aðferð:
- Byrjið á því að þeyta saman smjör og sykur þar til blandan verður loftmikil og ljós. Bætið þá út í eggi og þeytið saman við.
- Bætið því næst vanillu og möndludropum.
- Blandið saman hveiti, kornsterkju og salti, setjið það svo út í eggjablönduna og blandið saman þar til samlagað (ekki hræra of lengi)
- Útbúið kúlur úr u.þ.b. 1 msk af deigi, fletjið kúlurnar út i lífanum svo þær verða u.þ.b. 1 cm þykkar.
- Setjið 1 dl af sykri í skál og setjið aðra hlið kökunnar ofan í skálina, hristið smávegis svo sykurinn fari upp á hliðar kökunnar líka, takið upp úr og leggið á bökunarpappír og notið litla skeið til að gera holu í miðja kökur (holuna fyllið þið síðar með lemon curd)
- Setjið smjörpappírinn á bakka og setjið inn í ísskáp í klst eða í fyrsti í 30 mín, þegar kökurnar eru orðnar alveg stífar, kveikið þá á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.
- Setjið u.þ.b. ½ tsk af lemon curd í hverja holu, passið að yfirfylla ekki holurnar því þá mun curd-ið flæða upp úr og leka meðfram hliðum kökunnar á smjörpappírinn.
- Bakið í u.þ.b. 8-10 mín eða þar til hliðarnar á kökunum eru rétt byrjaðar að brúnast, þær eiga ennþá að vera mjúkar þegar þær eru teknar út úr ofninum en harðna svo þegar þær kólna.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar