Spicy margarita og super nachos.
Það er fátt sem toppar spicy margaritu og rjúkandi heitt nachos þegar maður vill skapa góða stemningu. Þessi drykkur er fullkomið jafnvægi milli fersks, súrs og smá hita. Nachosið er einfalt en ómótstæðilegt: stökkt með bræddum osti og toppað með fersku guacamole sem bindur allt saman.
Þetta er svona combo sem hentar jafnt um helgar, vinkonu- eða spilakvöldum eða bara þegar þú vilt gera eitthvað extra án þess að flækja hlutina.
Með Los Tres Tonos tequila, Cointreau, lime, agave og fersku chillí er styrkleikinn alveg í þínum höndum.






Spicy margarita og super nachos með fersku guacomole
Spicy Margarita
- 6 cl Los Tres Tonos tequila
- 3 cl Cointreau
- 3 cl lime safi
- 2 cl agave síróp
- 3 cl trönuberjasafi
- Ferskur chillí skorinn í sneiðar (í því magni sem þú vilt, aðlaga að hversu sterkann þú vilt drykkinn)
- Rawit chilli
- Salt fyrir brúnina á glasinu
- Klakar
Aðferð:
- Setjið klaka í glasið til að kæla það.
- Í kokteilhristara setjiði tequila, Cointreau, lime safa, agave síróp, trönuberjasafa og eins margar sneiðar af chillí og þið viljið (því fleiri því sterkari verður drykkurinn, gott að byrja á 2-3 sneiðum og auka svo ef ykkur finnst vanta). Notið muddlara til að pressa chillíinn og ná bragðinu úr honum. Gott að smakka drykkinn hér með teskeið og setja meiri chillí ef þið viljið meira sterkt bragð.
- Hristið drykkinn saman.
- Takið klakana úr glasinu, bleytið glasbrúnina með lime safa og dýfið því ofan í skál með salti.
- Hellið drykknum í glasið.
- Takið tvo rawit chillía og skerið endann af þeim og skerið aðeins inn í endann þvert, setjið chillíana á glasbrúnina, sitthvorum megin.
Super nachos
- Maís sakkflögur
- Gular baunir
- Rifinn ostur
- Ferskt guacomole
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
- Setjið maísflögurnar í eldfastmót og dreifið maísbaunum og rifnum osti yfir. Bakið inn í ofni í 15-20 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað og aðeins byrjaður að gyllast.
- Á meðan nachosið er inn í ofni, gerið guacomole.
- Þegar nachosið er komið úr ofninum þá dreifiði guacomole yfir.
Ferskt guacomole
- 1 avocadó
- 1/4 rauðlaukur
- Salt og pipar
- 1 lime
- 1 tómatur
- 1 msk sýrður rjómi
Aðferð:
- Setjið avocadó í skál og stappið með gaffli þst til orðið að mauki.
- Skerið rauðlaukinn mjög smátt niður og bætið honum út í ásamt söxuðum tómat. Kryddið með salt og pipar, kreistið safann úr limeinu út í og setjið einnig sýrðan rjóma út í, blandið öllu saman.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar


Category:








