Linda Ben

Spicy sætar kartöflufranskar

Recipe by
35 mín
Prep: 5 mín | Cook: 30 mín | Servings: Meðlæti fyrir 4 manns

Hver elskar ekki sætkartöflu franskar?! Þessar hollu og góðu franskar eru allavega í uppáhaldi hjá mér!

Þessi uppskrift er svolítið sterk sem fer rosalega vel með sætu kartöflunum, alveg hrikalega gott!

Ef þig langar að prófa eitthvað nýtt með sætu kartöflunum þínum þá mæli ég með að þú prófir þessa uppskrift.

Spicy sætar kartöflufranskar með

Sætar kartöflufranskar uppskrift:

  • 3 litlar sætar kartöflur (eða 2 stórar)
  • 2 msk olía
  • 1/2 tsk chilli krydd
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • Salt
  • Sesamfræ
  • Kóríander

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C.
  2. Skrælið kartöflurnar og skerið í strimla.
  3. Setjið kartöflustrimlana í stóra skál og setjið olíuna útí ásamt kryddinu.
  4. Dreifið á ofnplötu þannig að frönskurnar klessist ekki saman.
  5. Bakið inn í ofni í 30 mín og veltið frönskunum reglulega eða með um það bil 5-10 mín millibili.
  6. Takið frönskurnar út úr ofninum og dreifið sesamfræjum og kóríander á frönskurnar.
  7. VALMÖGULEIKI: Þeir sem vilja hafa franskarnar extra sterkar þá er mjög gott að skella smá asískri chilli sósu á frönskurnar.

_MG_7399

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5