Hefur þú prófað að búa þér til smoothie skál?
Það er skemmtileg leið til þess að slaka á og njóta drykkjarins meira sem máltíð með skeið. Plús það að þú færð auka næringarefni úr því sem þú setur á skálina.
Ég mæli með að þið prófið þessa gullfallegu og skemmtilegu leið til að borða hollt og gott.
Spínat og mangó prótein smoothie skál
- 1 stór lúka frosið eða ferskt spínat
- 1 lúka frosið mangó
- 1 meðalstór frosinn banani
- hemp prótein
- möndlumjólk upp að MAX línu (líka hægt að nota vatn)
Aðferð:
- Setjið öll innihaldsefni í miðlungs Nutribullet glas og blandið
- Hellið smoothie-inu í skál og skreytið skálina með fræjum, hnetum, ávöxtum eða berjum.
- Ekki er nauðsynlegt að gera smoothie skál, ef þið viljið frekar drekka drykkinn, endilega gerið það!
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti
Njótið vel!
Ykkar, Linda Benediktsdóttir
Category: