Súkkulaðibita kladdkaka.
Blaut og djúsí kladdkaka með lakkrískurli, hvítu súkkulaði og að sjálfsögðu meira af súkkulaði.
Þessi er alveg hrikalega góð svo vertu viss um að vista þessa uppskrift hjá þér!
Kakan er fljótleg í framkvæmd en það er samt vissara að gera hana með góðum fyrirvara þar sem hún þarf að góðan tíma í kæli til að jafna sig.
Súkkulaðibita kladdkaka
- 240 g sykur
- 160 g púðursykur
- 4 egg
- 180 g hveiti
- 1 tsk vanillusykur
- 160 brætt smjör
- 70 g Síríus lakkrískurl
- 90 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
- 100 g saxað Síríus suðusúkkulaði
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.
- Bræðið smjörið og leyfið því að kólna.
- Setjið sykur, púðursykur og egg í skál og þeytið þar til létt og ljós.
- Bætið hveitinu og vanillusykrinum saman við og blandið saman.
- Hellið brædda smjörinu út í og blandið saman.
- Bætið út í hvítu súkkulaðidropunum, lakkrískurlinu og saxaða suðusúkkulaðinu, blandið saman.
- Setjið smjörpappír í 23 cm smelluform og hellið deiginu út í, bakið í u.þ.b. 40 mín eða þar til endarnir eru bakaðir en kakan er ennþá vel blaut inn í.
- Setjið kökuna í kæli í u.þ.b. 2-3 klst og leyfið kökunni að stirðna.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: