Súkkulaðiís með smákökudeigi (vegan)
Æðislegur vegan súkkulaðiís sem er borin fram með kökudeigi sem þarf ekki að baka og er að sjálfsögðu vegan líka. Súkkulaðiísinn og smákökudeigið passar svo vel saman og mun alveg örugglega verða nýja uppáhalds vegan eftirrétta tvennan þín.
Súkkulaðiís með smákökudeigi (vegan)
- Veganís súkkulaði frá Kjörís
- 100 g vegan smjör
- 1 dl púðursykur
- ½ dl sykur
- 1 tsk vanilludropar
- 2 msk vegan mjólk (t.d. möndlumjólk)
- 2 dl hveiti
- 80 g súkkulaði vegan
Aðferð:
- Setjið smjör, púðursykur og sykur í hrærivél og þeytið þar til mjög létt og ljóst (u.þ.b. 5 mín), bætið svo út í vanilludropum og mjólkinni út í hrærið.
- Bætið hveitinu saman við og hrærið þar til samlagað.
- Skerið súkkulaðið niður og blandið þvi saman við.
- Rúllið deiginu upp í kúlur eins og verið væri að fara baka smákökur.
- Setjið 3 ískúlur af veganís á skál eða disk og bætið smákökudeigi yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: