Linda Ben

Súkkulaði karamellukröns fudge með jarðaberjum úr 3 innihaldsefnum

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Nóa Síríus

Súkkulaði karamellukröns fudge með jarðaberjum úr aðeins 3 innihaldsefnum.

Þetta er örugglega með því einfaldara sem hægt er að “baka” en maður einfaldlega sker niður suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti, hitar sæta niðursoðna mjólk, hellir yfir súkkulaðið og hræri þar til bráðnað saman. Blönduna setur maður í smjörpappírsklætt form með jarðaberjum og lætur stirðna. Svo sker maður þetta í bita og nýtur í botn.

Súkkulaðikaramellu fudge bitarnir eru svo ljúffengir! Svolítið seigir og stífir en bráðna á sama tíma í munni.

Þú getur að sjálfsögðu sleppt jarðaberjunum ef þú vilt eða skipt þeim út fyrir eitthvað annað eins og t.d. bananabita eða bláber. Athugið að það kemur smá vökvi af berjunum svo ef þið viljið það síður, þá sleppiði berjunum.

Ég mæli með að þú prófiir þessa bita fyrir næsta vinkonu/vinahittinginn eða dekurkvöld.

mjúkir súkkulaðibitar úr 3 innihaldsefnum

mjúkir súkkulaðibitar úr 3 innihaldsefnum mjúkir súkkulaðibitar úr 3 innihaldsefnum

Súkkulaðikaramellu fudge úr 3 innihaldsefum:

  • 200 g Síríus suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
  • 100 g sæt niðursoðn mjólk í dós (finnur hana í bökurnarrekkanum)
  • 100 g jarðaber (gerir bitana smá blauta og því má sleppa berjunum ef þið viljið)

Aðferð:

  1. Skerið niður suðusúkkulaðið og setjið í skál.
  2. Hitið niðursoðnu mjólkina í potti að suðu og hellið svo yfir súkkulaðið, hrærið þar til bráðnað saman.
  3. Smjörpappírsklæðið form sem er 25×15 cm eða sambærilega stórt. Hellið blöndunni í formið og sléttið úr.
  4. Skerið niður jarðaber, þerrið mesta safann af þeim og dreifið yfir. Látið stirðna og skerið í bita.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5