Sýrður rjómi og laukur snakk ídýfa sem er betri en þú kaupir út í búð!
Það er mjög einfalt að búa þessa ídýfu til og það tekur enga stund. Maður einfaldlega smellir öllum innihaldsefnum saman í skál og hrærir saman.
Ídýfan inniheldur örlítið af tabasco sósu sem gerir hana algjörlega ómótstæðilega.
Sýrður rjómi og laukur snakk ídýfa
- 200 g sýðrur rjómi
- 4 msk majónes
- 1 msk Tabasco sósa
- 2 tsk hvítlaukskrydd
- 2 tsk þurrkað lauk krydd
- 1 tsk papriku krydd
- 1 tsk þurrkað sinneps krydd
- ½ tsk dill
- Salt og pipar eftir smekk
- Steinselja sem skraut
Aðferð:
Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Snakk ídýfa” highlights.
- Setjið öll innihaldsefni saman í skál og hrærið saman. Smakkið til með salti og pipar.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: