Linda Ben

Tyrkisk peber pavlovur með Dumle sósu og jarðaberjum

Recipe by
Prep: Kostuð umfjöllun | Cook: 40-50 mín | Servings: 8-10 litlar pavlovur

Alveg unaðslega góðar pavlóvur með ómótsæðilegum Tyrkisk peber brjóstsykrum sem bráðna inn í marengsinn sem gerir hann svo chewy. Toppaðar með nóg af rjóma, dumle sósu og jarðaberjum til að poppa ferskleikann svo fullkomlega upp.

Turkish pepper pavlovur með dumle sósu og jarðaberjum

Turkish pepper pavlovur með dumle sósu og jarðaberjum

Turkish pepper pavlovur með dumle sósu og jarðaberjum

Turkish pepper pavlovur með dumle sósu og jarðaberjum

Litlar Tyrkisk peber pavlovur með Dumle sósu og jarðaberjum

  • 6 eggjahvítur
  • 3,5 dl sykur
  • 2 tsk kornsterkja
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 tsk hvítt borðedik
  • 3 dl morgunkorn (t.d. rice krispies)
  • 100 g Tyrkisk Peber
  • 500 ml rjómi
  • 120 g Dumle karamellur
  • Nokkrir auka Tyrkisk peber brjóstsykrar sem skraut
  • 200 g jarðaber

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 120ºC.
  2. Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina og notið þeytarann.
  3. Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.
  4. Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 tsk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).
  5. Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við í ½ mín lengur.
  6. Brjótið Tyrkisk peper brjóstsykrana niður og setjið út í marengsinn ásamt morgunkorninu, blandið saman varlega með sleikju.
  7. Setjið smjörpappír á ofnplötu, setjið 2 msk af marengs, sléttið úr honum og myndið einskonar skál. Gerið skálar úr öllum marengsinum en passið að hafa smá fjarlægð á milli skálanna því marengsinn stækkar örlítið í ofninum.
  8. Bakið í 40-50 mín, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn strax. Látið kökurnar kólna með ofninum.
  9. Þeytið rjómann og bræðið karamellurnar með 2 msk af þeyttum rjóma. Skiptið rjómanum á milli pavlóvanna, setjið 1-2 msk af dumle sósu ofan á rjómann og svo nokkur brot af Tyrkisk peber ofan á. Skerið jarðaberin í bita og dreifið þeim yfir.

Turkish pepper pavlovur með dumle sósu og jarðaberjum

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5