Vegan Sesar salat með heimagerði vegan sesar salatdressingu.
Það er fátt betra en gott sesar salat, hér höfum við vegan útgáfu af þessu klassíska salati sem ég er nokkuð viss um að allir eigi eftir að elska.
Salatdressinguna er hægt að gera með fyrirvara og eiga tilbúna inn í ísskáp þegar manni langar í gott salat, en ég mæli þá með að tvöfalda uppskriftina svo þú verðir ekki uppiskroppa með dressingu strax.
Vegan Sesar salat með heimagerði vegan cesar sósu
Vegan Sesar salat
- 280 g vegan “kjúklingur” t.d. frá Oumph
- 100 g salatblanda
- 2 súrdeigsbrauðsneiðar
- Vegan parmesanostur
Vegan Sesar salatdressing
- 150 g hafra jógúrt að grískum hætti hrein frá Veru Örnudóttir
- 1 hvítlauksgeiri
- Sítrónusafi úr 1/2 sítrnó
- 1 tsk dijon sinnep
- 1 tsk agave síróp
- 1 tsk smátt saxað capers
- 2 tsk safi af capersinu
- Salt & pipar
Aðferð:
- Bakið vegan kjúklinginn samkvæmt leiðbeiningum.
- Skerið brauðsneiðarnar niður í litla bita og bakið inn í ofni í u.þ.b. 5 mín eða þar til þeir eru orðnir ristaðir og góðir.
- Setjið öll innihaldsefnin í sósuna í skál og hrærið saman.
- Setjið salatið á disk eða skál og raðið vegan kjúklingnum yfir ásamt brauðteningum. Setjið sósu yfir og toppið með parmesanosti.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: