Ég hef sett af stað áskriftarvettvang á Patreon, þar sem ég mun deila efni sem er eingöngu aðgengilegt meðlimum.
Á Patreon finnur þú meðal annars:
– Sérstakar uppskriftir fyrir áskrifendur
– Vikumatseðla með innkaupalistum sem auðvelda skipulagið
– Árstíðabundnar hugmyndir að réttum, til dæmis fyrir páskana eða bolludaginn
– Lengri, ítarlegri og nákvæmari uppskriftarmyndbönd fyrir þær uppskriftir sem kalla á meiri útskýringar
Það er mjög einfalt að skrá sig sem meðlim á, Leyndarmál Lindu rásinni minni, á Patreon. Best er að nota appið, en það er líka hægt að nota vefsíðuna – þannig að þú velur sjálf/ur hvort þú nýtir efnið í símanum, spjaldtölvunni eða tölvunni.
Þeir sem skrá sig fá tilkynningu í tölvupósti þegar nýtt efni fer í loftið, og ég mun einnig vera dugleg að minna á nýtt efni á öllum mínum vettvöngum.
Á næstu mánuðum stefni ég á að gera ýmislegt skemmtilegt fyrir áskrifendur, þar á meðal:
– Gjafaleiki
– Tilboð og afslætti hjá völdum verslunum
– og fleiri skemmtileg fríðindi sem ég hlakka til að deila með ykkur
👉 Hér getur þú nálgast vikumatseðil vikunnar ásamt innkaupalistum fyrir vikuna.



